Strangar reglur um flugelda

Almenn notkun og sala flugelda er bönnuð nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar og má þá einungis nota þá milli klukkan níu á morgnana til miðnættis, nema með leyfi frá lögreglustjóra. Þar er nýársnóttin að sjálfsögðu undanskilin. Einnig er öll sala á flugeldum til barna yngri en 12 ára bönnuð og fullorðnir verða að hafa eftirlit með flugeldanotkun þess aldurshóps.