Keflavíkurstöðin – minningargrein 16. nóvember 2004 00:01 Grein þessi birtist fyrst í DV í febrúar á þessu ári. Mér þykir ágætlega við hæfi að rifja hana upp, svona í framhaldi af umræðum um varnarliðið. Mikið var að Halldór Ásgrímsson viðurkenndi í viðtali í vikunni að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið hefði tengst viðleitni til að halda varnarliðinu hér á landi - þetta hefði hann mátt segja fyrir löngu. En líkt og Halldór sagði, það kom ekki að miklu gagni. Stuttu seinna var farið að tala um brottför orrustuþotanna frá Keflavík. Nú skilst manni helst að varnarliðið sé hér enn vegna vináttu Davíðs Oddssonar við Bushfjölskylduna. Varnarsamstarfið byggir semsagt á persónulegri greiðasemi. Það er ekki minni maður en sjálfur Styrmir Gunnarsson sem heldur fram þessari kenningu. Öryggissamfélag í upplausn Frekar eru þetta nú þunnar ástæður fyrir veru herliðs. Eða hvað gerist þegar Davíð hverfur af vettvangi stjórnmálanna? Maður skyldi líka ætla að þetta geti breyst býsna hratt ef nýjir menn komast til valda í Bandaríkjunum. Halldór skýrir frá því að Donald Rumsfeld og liðið í Pentagon hafi reiðst þegar Íslendingar sneru sér beint til forsetans. Varnarmálaráðuneytið vill herstöðina feiga. Kannski er von okkar fólgin í því að Davíð verði eilífur - og að Jeb, bróðir Georges W. Bush, komist í Hvíta húsið á eftir honum. Um daginn hlýddi ég á fyrirlestur hjá Val Ingimundarsyni, helsta fræðimanni okkar á sviði varnarmála. Valur orðaði það svo að öryggissamfélag Íslands og Bandaríkjanna sem stofað var til í kalda stríðinu sé á upplausnarstigi. Þá var það byggt á gagnkvæmum áhuga og hagsmunum. Nú er öldin önnur. Umræður um tilgang herstöðvarinnar enda yfirleitt í flækju ásakana sem eru eins og bergmál úr fortíðinni. Þetta er pólitík í þáskildagatíð. Hverju þarf að verjast? Hverju þarf að verjast? Er það innrás eins og í skáldsögunni Red Storm Rising eftir Tom Clancy þar sem Sovétmenn gera leifturárás á Ísland - og ein söguhetja bókarinnar, Vigdís, þarf að flýja vestur í Dali? Hverjir eiga þá að gera innrásina - Grænlendingar? Norðmenn? Eða óttast menn áhlaup hryðjuverkasveita sem myndu leggja undir sig illa varið stjórnkerfi? Ríkisútvarpið? Nútíma Jörund hundadagakonung? Eða árás á eitthvert sendiráð sem hér er staðsett? Herlið búið ratsjá og orrustuþotum myndi ekki vera mikil vörn gegn því. Helsti möguleikinn á því að eitthvað óvænt gerist er kannski í tengslum við flug - að flugvél verði rænt hér á landi eða flogið hér um. Afskekkt lega landsins gerir þetta þó frekar ólíklegt. Mikill samdráttur í Keflavík Hernaðarlegt gagn af herstöðinni er sama og ekkert - það er eins gott að viðurkenna það. Aðmírállinn á Vellinum er farinn og kominn ofursti í staðinn. Við heyrum nú undir Evrópuherstjórnina í Stuttgart í Þýskalandi, ekki amerisku herstjórnina í Norfolk. Sjálfir berjast Þjóðverjar berjast raunar upp á líf og dauða gegn brottflutningi bandarískra hermanna - það skiptir máli í landi þar sem er mikið atvinnuleysi. Samdrátturinn í Keflavík hefur verið rosalegur. Þegar mest var taldi varnarliðið hátt í 5000 manns, nú eru þarna 1700 hræður. Flugvélaflotinn er að mestu leyti horfinn. AWACS ratsjárflugvélarnar eru ekki þarna lengur. Orion kafbátaleitarflugvélarnar sem kröfðust fjölmennra áhafna hurfu fyrir skömmu. Orrustuflugvélunum sem eitt sinn voru tuttugu og fjórar talsins hefur fækkað stórlega - Íslensk stjórnvöld leggja ofurháherslu á að halda í fjórar þotur. Þó hefur verið sýnt fram á - í óþökk íslensku stjórnarinnar - að þær eru óvopnaðar og hafa langan viðbragðstíma. Þær geta ekki flogið gegn hugsanlegum óvinaflugvélum nema með löngum fyrirvara. Ef Ísland yrði fyrir árás yrði ekki stuðst við það lið sem er í Keflavík, heldur yrðu mannafli og hergögn send annars staðar frá. Leikurinn mikli í Miðasíu Heimsmyndin hefur gjörbreyst. Líklega hefur ekki verið friðsamlegra norðurslóðum síðan fyrir fyrri heimstyrjöld. Það er umhverfisógnin er mesta hættan sem steðjar að í norðurálfu - ekki stríð eða hryðjuverk. Það er nokkuð skotheld kenning að lýðræðisríki fari ekki í styrjaldir við önnur lýðræðisríki. Þungi hernaðarumsvifa Bandaríkjanna er kominn til Miðasíu þar sem þeir sáldra niður herstöðvum í því skyni að halda í skefjum íslamstrúarríkjum - og ekki síður til að umkringja Kína. Bak við þetta er græðgisleg sókn eftir meiri olíu til að knýja áfram neyslubrjálæðið í Bandaríkjunum. Það er jafnvel talað um að Leikurinn mikli sé byrjaður aftur í Miðasíu - "The Great Game" sem Kipling skrifaði um í sögu sinni um Kim. Þokast nær Evrópu Valur Ingimundarson hefur orðað það svo að við séum að færast meir og meir inn í öryggissamfélag með Evrópu. Þetta hefur gerst þrátt fyrir vináttu núverandi stjórnar við Bandaríkin og án þess að um það hafi verið teknar einhverjar meiriháttar ákvarðanir. Þetta er einfaldlega þróunin - við þokumst nær Evrópu. Til marks um þetta nefnir Valur þátttöku okkar í friðargæslu og uppbyggingarstarfi eftir stríðátök; þar höfum við fyrir þrýsting frá Nató farið að taka þátt í verkefnum sem Evrópubúar sjá yfirleitt um en Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á. Ennfremur má nefna öryggissamstarfið sem felst i Schengen-samningnum. Kannski þarf kynslóðaskipti Í hvað erum við þá að halda með stuðningnum við Bandaríkin sem ræddur var í viðtalinu við Halldór Ásgrímsson? Annars vegar eru menn bundnir í gamla hefð; vera varnarliðsins var lengi kjölfesta í stjórnmálastarfi, þetta var aðalmál Sjálfstæðisflokksins. Það er erfitt að horfast í augu við að tímabil sé á enda. Kannski þarf algjör kynslóðaskipti til - fólk sem man ekki eftir kalda stríðinu. Svo eru það auðvitað öll störfin á Suðurnesjum, þótt ráðamenn vilji helst ekki viðurkenna það. Það yrði of harkalegt ef þau töpuðust öll í einu - betra að láta þetta fjara út smátt og smátt. Þetta er í samræmi við þá tísku í íslenskum stjórnmálum að tala ekki af hreinskilni heldur vera með látalæti og undanbrögð. Þáttur með Ólafi og Einari Þá að fortíðinni. Ég var að ímynda mér um daginn ef ég hefði verið með umræðuþátt sirka 1957 og maður hefði haft karla eins og Einar Olgeirsson, Ólaf Thors og Jónas frá Hriflu. Þá hefði Keflavíkurstöðin verið heitasta umræðuefnið þátt eftir þátt, ár eftir ár. Raðirnar af varðbergsmönnum og herstöðvaandstæðingum hefðu runnið gegnum þáttinn. En svona er með sum deiluefni, þau barasta gufa upp. Það er ekki hægt að fá neinn til að æsa sig yfir herstöðinni lengur nema kannski verkalýðsforingja á Suðurnesjum og fáeinar hræður sem eftir eru í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Íslendingar á Moskvits Deilurnar um herstöðina eitruðu íslenska pólitík árum saman - það var eiginlega ekki hægt að komast til að ræða neitt almennilegt. Til dæmis hvernig samfélagi þjóðin vildi lifa í. Það hefur verið talað um víglínuna í gegnum hjörtu þjóðarinnar. Einn sérkennilegasti kaflinn í þessari sögu eru sovétviðskiptin sem sósíalistar stóðu fyrir. Íslendingar voru eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem ók um á Moskvits, Volgu og Rússajeppum og dældi rússneskri olíu á bílana sína. Á móti seldum við þangað ullarteppi og síld; svonefnd síldarútvegsnefnd bjó hálfu og heilu árin í Moskvu. Þetta hafði auðvitað efnahagslegt gildi - hvert ár biðu menn í ofvæni eftir að sovétsamningarnir næðust - en vinstri menn töldu þetta líka nauðsynlegt til að vega upp á móti áhrifum Bandaríkjanna, hernámi hugarfarsins - kókakóla, jórturleðri, Elvis Presley. Mikið af vondum kveðskap Þetta var menningarbarátta. Hún lifir í ókjörum af vondum kveðskap - ofhlöðnum myndlíkingum um fjallkonuna, hulduna í dalnum, tröll, finngálkn í vestri. Maður fer dálítið hjá sér þegar maður les margt af þessu. "They won the war but we won the songs", segir í frægum texta Toms Lehrer um Spánarstríðið. Vissulega voru flest skáldin á móti hernum en það er ekki hægt að segja að herstöðvabaráttan hafi laðað fram það besta í þeim. Ef farið er út í bókmenntalegu hliðina væri maður eiginlega til í að taka sér stöðu með garðabæjarskrílnum sem henti moldarkögglum í Keflavíkurgöngurnar. Kúgun hins veika Önnur hlið á þessu er hvernig smáþjóð notaði aðstöðu sína til að kúga stórþjóðir í krafti hernaðarlegs mikilvægis. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur gerði þessu skil í þætti hjá mér í haust - vildi jafnvel nota hugtakið "íslandiseringu" í þessu sambandi. Því þótt aronska (sú hugmynd að kreista sem mest út úr Kananum, kennd við Aron í Kauphöllinni) væri bannorð í betri kreðsum, reyndu Íslendingar að fá eins mikið fyrir herstöðina og þeir gátu. Það var stofnað fyrirtæki um hermangið sem var í eigu manna úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Flestir íslenskir stjórnmálamenn voru réttu megin í baráttunni við kommúnismann, en um leið grasseraði hér grímulaus tækifærishyggja. Það hefur jafnvel verið talað um "blackmail" í þessu sambandi - Íslendingar gernýttu sérstöðu sína til að fá lán og efnahagsaðstoð. Guðni vitnar í orð bresks embættismanns sem sagði: "Þeir eru greinilega mjög ótraustir bandamenn og græðgi þeirra á sér engin takmörk." Bíltúrar á Völlinn Um daginn rifjaði ég upp í grein hvernig farið var með varnarliðsmennina hér. Þeir fengu ekki að vera úti á kvöldin, líklega var aðallega verið að vernda íslenskt kvenfólk. Framan af máttu ekki heldur vera svertingjar hér. En Völlurinn laðaði og lokkaði með ýmsu freistandi góssi; dósagosi, hamborgurum, bjór og poppmúsík. Ég man að sumir vinir mínir fóru þangað í bíltúra til að ná í eitthvað af þessu. Upp úr því fór íslenskt samfélag að breytast svo að það var eiginlega ekkert að sækja á Völlinn lengur - frekar að maður sæi varnarliðsmenn ráfa um í Kringlunni, of blanka til að kaupa neitt. Tungan á vinnuhæli Þegar farið verður að skrifa minningagreinar um herstöðina verður langur kafli um þátt hennar í að rjúfa einangrun landsins. Í merkilegri bók sem heitir Úr fjötrum lýsir Herdís Helgadóttir því hvernig koma erlendra hermanna hingað var að vissu leyti frelsun frá mörlandanum, illa siðuðum íslenskum karlmönnum, svona líkt og heimurinn væri að opnast. Þá var brugðist við með því að setja stúlkur sem höfðu samneyti við útlenda hermenn á vinnuhæli án dóms og laga. Síðar varð frægt þegar hundrað menningarvitar stigu fram og létu loka Keflavíkursjónvarpinu. Þá má kannski segja að tungan hafi líka verið sett á vinnuhæli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Grein þessi birtist fyrst í DV í febrúar á þessu ári. Mér þykir ágætlega við hæfi að rifja hana upp, svona í framhaldi af umræðum um varnarliðið. Mikið var að Halldór Ásgrímsson viðurkenndi í viðtali í vikunni að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið hefði tengst viðleitni til að halda varnarliðinu hér á landi - þetta hefði hann mátt segja fyrir löngu. En líkt og Halldór sagði, það kom ekki að miklu gagni. Stuttu seinna var farið að tala um brottför orrustuþotanna frá Keflavík. Nú skilst manni helst að varnarliðið sé hér enn vegna vináttu Davíðs Oddssonar við Bushfjölskylduna. Varnarsamstarfið byggir semsagt á persónulegri greiðasemi. Það er ekki minni maður en sjálfur Styrmir Gunnarsson sem heldur fram þessari kenningu. Öryggissamfélag í upplausn Frekar eru þetta nú þunnar ástæður fyrir veru herliðs. Eða hvað gerist þegar Davíð hverfur af vettvangi stjórnmálanna? Maður skyldi líka ætla að þetta geti breyst býsna hratt ef nýjir menn komast til valda í Bandaríkjunum. Halldór skýrir frá því að Donald Rumsfeld og liðið í Pentagon hafi reiðst þegar Íslendingar sneru sér beint til forsetans. Varnarmálaráðuneytið vill herstöðina feiga. Kannski er von okkar fólgin í því að Davíð verði eilífur - og að Jeb, bróðir Georges W. Bush, komist í Hvíta húsið á eftir honum. Um daginn hlýddi ég á fyrirlestur hjá Val Ingimundarsyni, helsta fræðimanni okkar á sviði varnarmála. Valur orðaði það svo að öryggissamfélag Íslands og Bandaríkjanna sem stofað var til í kalda stríðinu sé á upplausnarstigi. Þá var það byggt á gagnkvæmum áhuga og hagsmunum. Nú er öldin önnur. Umræður um tilgang herstöðvarinnar enda yfirleitt í flækju ásakana sem eru eins og bergmál úr fortíðinni. Þetta er pólitík í þáskildagatíð. Hverju þarf að verjast? Hverju þarf að verjast? Er það innrás eins og í skáldsögunni Red Storm Rising eftir Tom Clancy þar sem Sovétmenn gera leifturárás á Ísland - og ein söguhetja bókarinnar, Vigdís, þarf að flýja vestur í Dali? Hverjir eiga þá að gera innrásina - Grænlendingar? Norðmenn? Eða óttast menn áhlaup hryðjuverkasveita sem myndu leggja undir sig illa varið stjórnkerfi? Ríkisútvarpið? Nútíma Jörund hundadagakonung? Eða árás á eitthvert sendiráð sem hér er staðsett? Herlið búið ratsjá og orrustuþotum myndi ekki vera mikil vörn gegn því. Helsti möguleikinn á því að eitthvað óvænt gerist er kannski í tengslum við flug - að flugvél verði rænt hér á landi eða flogið hér um. Afskekkt lega landsins gerir þetta þó frekar ólíklegt. Mikill samdráttur í Keflavík Hernaðarlegt gagn af herstöðinni er sama og ekkert - það er eins gott að viðurkenna það. Aðmírállinn á Vellinum er farinn og kominn ofursti í staðinn. Við heyrum nú undir Evrópuherstjórnina í Stuttgart í Þýskalandi, ekki amerisku herstjórnina í Norfolk. Sjálfir berjast Þjóðverjar berjast raunar upp á líf og dauða gegn brottflutningi bandarískra hermanna - það skiptir máli í landi þar sem er mikið atvinnuleysi. Samdrátturinn í Keflavík hefur verið rosalegur. Þegar mest var taldi varnarliðið hátt í 5000 manns, nú eru þarna 1700 hræður. Flugvélaflotinn er að mestu leyti horfinn. AWACS ratsjárflugvélarnar eru ekki þarna lengur. Orion kafbátaleitarflugvélarnar sem kröfðust fjölmennra áhafna hurfu fyrir skömmu. Orrustuflugvélunum sem eitt sinn voru tuttugu og fjórar talsins hefur fækkað stórlega - Íslensk stjórnvöld leggja ofurháherslu á að halda í fjórar þotur. Þó hefur verið sýnt fram á - í óþökk íslensku stjórnarinnar - að þær eru óvopnaðar og hafa langan viðbragðstíma. Þær geta ekki flogið gegn hugsanlegum óvinaflugvélum nema með löngum fyrirvara. Ef Ísland yrði fyrir árás yrði ekki stuðst við það lið sem er í Keflavík, heldur yrðu mannafli og hergögn send annars staðar frá. Leikurinn mikli í Miðasíu Heimsmyndin hefur gjörbreyst. Líklega hefur ekki verið friðsamlegra norðurslóðum síðan fyrir fyrri heimstyrjöld. Það er umhverfisógnin er mesta hættan sem steðjar að í norðurálfu - ekki stríð eða hryðjuverk. Það er nokkuð skotheld kenning að lýðræðisríki fari ekki í styrjaldir við önnur lýðræðisríki. Þungi hernaðarumsvifa Bandaríkjanna er kominn til Miðasíu þar sem þeir sáldra niður herstöðvum í því skyni að halda í skefjum íslamstrúarríkjum - og ekki síður til að umkringja Kína. Bak við þetta er græðgisleg sókn eftir meiri olíu til að knýja áfram neyslubrjálæðið í Bandaríkjunum. Það er jafnvel talað um að Leikurinn mikli sé byrjaður aftur í Miðasíu - "The Great Game" sem Kipling skrifaði um í sögu sinni um Kim. Þokast nær Evrópu Valur Ingimundarson hefur orðað það svo að við séum að færast meir og meir inn í öryggissamfélag með Evrópu. Þetta hefur gerst þrátt fyrir vináttu núverandi stjórnar við Bandaríkin og án þess að um það hafi verið teknar einhverjar meiriháttar ákvarðanir. Þetta er einfaldlega þróunin - við þokumst nær Evrópu. Til marks um þetta nefnir Valur þátttöku okkar í friðargæslu og uppbyggingarstarfi eftir stríðátök; þar höfum við fyrir þrýsting frá Nató farið að taka þátt í verkefnum sem Evrópubúar sjá yfirleitt um en Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á. Ennfremur má nefna öryggissamstarfið sem felst i Schengen-samningnum. Kannski þarf kynslóðaskipti Í hvað erum við þá að halda með stuðningnum við Bandaríkin sem ræddur var í viðtalinu við Halldór Ásgrímsson? Annars vegar eru menn bundnir í gamla hefð; vera varnarliðsins var lengi kjölfesta í stjórnmálastarfi, þetta var aðalmál Sjálfstæðisflokksins. Það er erfitt að horfast í augu við að tímabil sé á enda. Kannski þarf algjör kynslóðaskipti til - fólk sem man ekki eftir kalda stríðinu. Svo eru það auðvitað öll störfin á Suðurnesjum, þótt ráðamenn vilji helst ekki viðurkenna það. Það yrði of harkalegt ef þau töpuðust öll í einu - betra að láta þetta fjara út smátt og smátt. Þetta er í samræmi við þá tísku í íslenskum stjórnmálum að tala ekki af hreinskilni heldur vera með látalæti og undanbrögð. Þáttur með Ólafi og Einari Þá að fortíðinni. Ég var að ímynda mér um daginn ef ég hefði verið með umræðuþátt sirka 1957 og maður hefði haft karla eins og Einar Olgeirsson, Ólaf Thors og Jónas frá Hriflu. Þá hefði Keflavíkurstöðin verið heitasta umræðuefnið þátt eftir þátt, ár eftir ár. Raðirnar af varðbergsmönnum og herstöðvaandstæðingum hefðu runnið gegnum þáttinn. En svona er með sum deiluefni, þau barasta gufa upp. Það er ekki hægt að fá neinn til að æsa sig yfir herstöðinni lengur nema kannski verkalýðsforingja á Suðurnesjum og fáeinar hræður sem eftir eru í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Íslendingar á Moskvits Deilurnar um herstöðina eitruðu íslenska pólitík árum saman - það var eiginlega ekki hægt að komast til að ræða neitt almennilegt. Til dæmis hvernig samfélagi þjóðin vildi lifa í. Það hefur verið talað um víglínuna í gegnum hjörtu þjóðarinnar. Einn sérkennilegasti kaflinn í þessari sögu eru sovétviðskiptin sem sósíalistar stóðu fyrir. Íslendingar voru eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem ók um á Moskvits, Volgu og Rússajeppum og dældi rússneskri olíu á bílana sína. Á móti seldum við þangað ullarteppi og síld; svonefnd síldarútvegsnefnd bjó hálfu og heilu árin í Moskvu. Þetta hafði auðvitað efnahagslegt gildi - hvert ár biðu menn í ofvæni eftir að sovétsamningarnir næðust - en vinstri menn töldu þetta líka nauðsynlegt til að vega upp á móti áhrifum Bandaríkjanna, hernámi hugarfarsins - kókakóla, jórturleðri, Elvis Presley. Mikið af vondum kveðskap Þetta var menningarbarátta. Hún lifir í ókjörum af vondum kveðskap - ofhlöðnum myndlíkingum um fjallkonuna, hulduna í dalnum, tröll, finngálkn í vestri. Maður fer dálítið hjá sér þegar maður les margt af þessu. "They won the war but we won the songs", segir í frægum texta Toms Lehrer um Spánarstríðið. Vissulega voru flest skáldin á móti hernum en það er ekki hægt að segja að herstöðvabaráttan hafi laðað fram það besta í þeim. Ef farið er út í bókmenntalegu hliðina væri maður eiginlega til í að taka sér stöðu með garðabæjarskrílnum sem henti moldarkögglum í Keflavíkurgöngurnar. Kúgun hins veika Önnur hlið á þessu er hvernig smáþjóð notaði aðstöðu sína til að kúga stórþjóðir í krafti hernaðarlegs mikilvægis. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur gerði þessu skil í þætti hjá mér í haust - vildi jafnvel nota hugtakið "íslandiseringu" í þessu sambandi. Því þótt aronska (sú hugmynd að kreista sem mest út úr Kananum, kennd við Aron í Kauphöllinni) væri bannorð í betri kreðsum, reyndu Íslendingar að fá eins mikið fyrir herstöðina og þeir gátu. Það var stofnað fyrirtæki um hermangið sem var í eigu manna úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Flestir íslenskir stjórnmálamenn voru réttu megin í baráttunni við kommúnismann, en um leið grasseraði hér grímulaus tækifærishyggja. Það hefur jafnvel verið talað um "blackmail" í þessu sambandi - Íslendingar gernýttu sérstöðu sína til að fá lán og efnahagsaðstoð. Guðni vitnar í orð bresks embættismanns sem sagði: "Þeir eru greinilega mjög ótraustir bandamenn og græðgi þeirra á sér engin takmörk." Bíltúrar á Völlinn Um daginn rifjaði ég upp í grein hvernig farið var með varnarliðsmennina hér. Þeir fengu ekki að vera úti á kvöldin, líklega var aðallega verið að vernda íslenskt kvenfólk. Framan af máttu ekki heldur vera svertingjar hér. En Völlurinn laðaði og lokkaði með ýmsu freistandi góssi; dósagosi, hamborgurum, bjór og poppmúsík. Ég man að sumir vinir mínir fóru þangað í bíltúra til að ná í eitthvað af þessu. Upp úr því fór íslenskt samfélag að breytast svo að það var eiginlega ekkert að sækja á Völlinn lengur - frekar að maður sæi varnarliðsmenn ráfa um í Kringlunni, of blanka til að kaupa neitt. Tungan á vinnuhæli Þegar farið verður að skrifa minningagreinar um herstöðina verður langur kafli um þátt hennar í að rjúfa einangrun landsins. Í merkilegri bók sem heitir Úr fjötrum lýsir Herdís Helgadóttir því hvernig koma erlendra hermanna hingað var að vissu leyti frelsun frá mörlandanum, illa siðuðum íslenskum karlmönnum, svona líkt og heimurinn væri að opnast. Þá var brugðist við með því að setja stúlkur sem höfðu samneyti við útlenda hermenn á vinnuhæli án dóms og laga. Síðar varð frægt þegar hundrað menningarvitar stigu fram og létu loka Keflavíkursjónvarpinu. Þá má kannski segja að tungan hafi líka verið sett á vinnuhæli.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun