Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 11. janúar 2026 12:01 Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Línuritin stefndu loks upp á við og það hýrnaði yfir stjórnendum skólanna, sem nú gátu ráðið inn nýja kennara og aukið framboð af því námi sem nemendur sóttust eftir. Fjárhagsstaða skólanna varð bara ágæt – í um tvö til þrjú ár. Það kom nefnilega fljótt í ljós að megnið af þessu aukna fjárframlagi var vegna hækkaðrar húsaleigu sem ríkið rukkaði sjálft sig um og svo virtist líka bara tjaldað til einnar nætur því frá árinu 2019 hafa framlög til framhaldsskólanna lækkað um rúma tvo og hálfan milljarð sem eru 6% af heildarútgjöldum ríkisins árið 2019. Það gefur auga leið að stöðug og kerfisbundin vanfjármögnun skólanna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að halda uppi því námi sem nemendur sækjast eftir og hvað þá á möguleika þeirra til að ráða til sín menntað starfsfólk til þess að sinna kennslu og stuðningi við sífellt fjölbreyttari nemendahóp. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á rekstrarniðurstöðu og eigin fé framhaldsskólanna frá 2019 til 2024 eins og þær hafa verið birtar í ársreikningum skólanna. Þarna má glögglega sjá hvernig rekstrarafkoma allt of margra skóla verður verri og verri um leið og framlög ríkisins til framhaldsskólastigsins lækka ár frá ári. Hið svokallaða reiknilíkan sem mennta- og barnamálaráðuneytið notar til að útdeila fé til skólanna er öllum skólameisturum lokuð bók og enginn þeirra fær að vita hvaða forsendur liggja að baki upphæðunum til skólanna sem reikniverkið framkallar. Til er þessi fína reglugerð frá árinu 1999 þar sem segir í 3. grein „Reiknilíkanið skal vera í formi tölvuforrits, aðgengilegt öllum skólum og opið þeim sem vilja kynna sér hvernig það vinnur.“ Ráðuneyti menntamála hefur enn ekki tekist að standa við þessa grein reglugerðarinnar. Ef við skoðum þróun útgjalda til framhaldsskólastigsins á hvert mannsbarn landsins (staðvirt á mann) á þessum sama tíma, frá 2019 til 2024 blasir þessi samdráttur við. Stöðugt er dregið úr fjármagni ríkissjóðs til málaflokksins (Sjá nánar á vef KÍ, Skólakerfið í hnotskurn). Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið boðað nýja stórsókn á framhaldsskólastiginu sem lýst er sem „umfangsmestu stuðningsaðgerðum“ síðari ára sem á m.a. að felast í „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er planið hins vegar mjög skýrt: Áfram verður haldið gengdarlausum niðurskurði á framhaldsskólastiginu á næstu árum! Hvernig munu myndirnar með þessari grein líta út eftir önnur fimm ár? – Það er a.m.k. ljóst að svona er ekki hægt að móta farsæla framtíð fyrir framhaldsskólastigið. Við skorum á ríkisstjórnina og nýjan mennta- og barnamálaráðherra að snúa þessari öfugþróun við. Félag framhaldsskólakennara er sannarlega reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu. Mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Guðjón H. Hauksson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert. Línuritin stefndu loks upp á við og það hýrnaði yfir stjórnendum skólanna, sem nú gátu ráðið inn nýja kennara og aukið framboð af því námi sem nemendur sóttust eftir. Fjárhagsstaða skólanna varð bara ágæt – í um tvö til þrjú ár. Það kom nefnilega fljótt í ljós að megnið af þessu aukna fjárframlagi var vegna hækkaðrar húsaleigu sem ríkið rukkaði sjálft sig um og svo virtist líka bara tjaldað til einnar nætur því frá árinu 2019 hafa framlög til framhaldsskólanna lækkað um rúma tvo og hálfan milljarð sem eru 6% af heildarútgjöldum ríkisins árið 2019. Það gefur auga leið að stöðug og kerfisbundin vanfjármögnun skólanna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að halda uppi því námi sem nemendur sækjast eftir og hvað þá á möguleika þeirra til að ráða til sín menntað starfsfólk til þess að sinna kennslu og stuðningi við sífellt fjölbreyttari nemendahóp. Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á rekstrarniðurstöðu og eigin fé framhaldsskólanna frá 2019 til 2024 eins og þær hafa verið birtar í ársreikningum skólanna. Þarna má glögglega sjá hvernig rekstrarafkoma allt of margra skóla verður verri og verri um leið og framlög ríkisins til framhaldsskólastigsins lækka ár frá ári. Hið svokallaða reiknilíkan sem mennta- og barnamálaráðuneytið notar til að útdeila fé til skólanna er öllum skólameisturum lokuð bók og enginn þeirra fær að vita hvaða forsendur liggja að baki upphæðunum til skólanna sem reikniverkið framkallar. Til er þessi fína reglugerð frá árinu 1999 þar sem segir í 3. grein „Reiknilíkanið skal vera í formi tölvuforrits, aðgengilegt öllum skólum og opið þeim sem vilja kynna sér hvernig það vinnur.“ Ráðuneyti menntamála hefur enn ekki tekist að standa við þessa grein reglugerðarinnar. Ef við skoðum þróun útgjalda til framhaldsskólastigsins á hvert mannsbarn landsins (staðvirt á mann) á þessum sama tíma, frá 2019 til 2024 blasir þessi samdráttur við. Stöðugt er dregið úr fjármagni ríkissjóðs til málaflokksins (Sjá nánar á vef KÍ, Skólakerfið í hnotskurn). Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið boðað nýja stórsókn á framhaldsskólastiginu sem lýst er sem „umfangsmestu stuðningsaðgerðum“ síðari ára sem á m.a. að felast í „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er planið hins vegar mjög skýrt: Áfram verður haldið gengdarlausum niðurskurði á framhaldsskólastiginu á næstu árum! Hvernig munu myndirnar með þessari grein líta út eftir önnur fimm ár? – Það er a.m.k. ljóst að svona er ekki hægt að móta farsæla framtíð fyrir framhaldsskólastigið. Við skorum á ríkisstjórnina og nýjan mennta- og barnamálaráðherra að snúa þessari öfugþróun við. Félag framhaldsskólakennara er sannarlega reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu. Mótum framtíðina saman! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun