Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til 27. október 2005 06:00 Lóa Aldísardóttir "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið." Lífið Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
"Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Spurð um hvað henni sýnist í þeim efnum svarar hún að hún viti ekki til þess að nokkur maður sé á því að kynbundinn launamunur sé eitthvað sem eigi að líða. Lóa veltir fyrir sér hugmyndum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, sem hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna: "Mér sýnist margir á þeirri skoðun að þessi hugmynd um gæðavottunarkerfi sé vissulega gott skref og fínt framtak en muni ekki nægja til að gera skurk í þessum málum." Lóa segist svo sannarlega vona að menn gleymi sér ekki í því að jafna launamun kynjanna nú þegar kvennafrídagurinn sé að baki. En Lóa þarf að huga að fleiru á næstunni. Brátt verður útvarpsþættinum þeirra Hallgríms sjónvarpað: "Það verður eftir tvær vikur. Eins og er eigum við að byrja mánudaginn 7. nóvember hér á annarri hæðinni," segir Lóa, sem flytur sig þá á milli hæða í húsi 365 miðla í Skaftahlíðinni. En mun hún sakna útvarpsins? "Ég veit það ekki. Já, já, en ég vissi svo sem alltaf að þetta stæði til og að útvarpið væri millibilsástand. Ég hef aldrei unnið í sjónvarpi og hlakka til að takast á við verkefnið."
Lífið Menning Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira