Pólitísk ókyrrð í Þýskalandi 3. nóvember 2005 06:00 Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun