Brostnar forsendur kjarasamninga 4. nóvember 2005 06:00 Átök á vinnumarkaði virðast handan við hornið. Í yfirlýsingu frá fundi miðstjórnar ASÍ sem haldinn var á miðvikudag kemur fram að hún telji einsýnt "að til uppsagnar kjarasamninga muni koma að óbreyttu og því mikilvægt að aðildarfélögin verði undir það búin að segja upp kjarasamningum, ef á það reynir." Í frétt á forsíðu blaðsins í dag kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað tillögu Alþýðusambands Íslands um tveggja prósenta launahækkun sem ætlað er að mæta þeim tveggja prósenta mun sem er á verðbólguforsendum kjarasamninga og þeirri verðbólgu sem nú er. Tillaga Alþýðusambandsins var lögð fram í viðræðum forsendunefndar þar sem fulltrúar beggja aðila sitja og eru sammála um að forsendur samninga séu brostnar. Í fréttinni kemur einnig fram að Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, telji að, að óbreyttu megi búast við uppsögn kjarasamninga eftir rúman mánuð, eða 10. desember. "Við höfum talið að þar sem markmið Seðlabankans og forsendur kjarasamninga gera ráð fyrir 2,5 prósenta verðbólgu en verðbólgan er í raun 4,5 prósent sé það nokkuð klárt hver munurinn er," segir framkvæmdastjóri ASÍ, Hjá Samtökum atvinnulífsins eru menn þó á öðru máli. Ari Edwald framkvæmdastjóri SA vill líta á ástæður verðbólgunnar og til þess að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. "Það er alls ekki sanngjarnt, þegar horft er til eðlis verðbólgunnar, að afgreiða verðbólguna sem frádrátt frá kaupmætti almennings. Þrír fjórðu hennar eru vegna fasteignaverðs, en einnig vegna aukinnar neyslu og betri lífsgæða," segir Ari en útilokar þó ekki að samið verði um launahækkanir þótt ekki verði þær í líkingu við það sem ASÍ fer fram á. "Þetta snýst um kostnaðinn fyrir atvinnulífið. Það er alveg ljóst að svigrúmið til breytinga er ekki af þeirri stærðargráðu sem þarna er slegið fram. Slík nálgun fæli að auki í sér afturhvarf til víxlhækkunar launa og verðlags," segir Ari og kveður þar við kunnuglegan tón úr herbúðum atvinnurekenda. "Það væri hins vegar mjög slæmt fyrir almenning í landinu ef samningar næðust ekki og yrði með því brugðið frá þeirri sátt sem hefur verið í landinu um árabil og ekki víst að næðist saman um langan tíma aftur." Gylfi Arnbjörnsson bendir á öðrum stað í Fréttablaðinu á þá staðreynd að viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar sé að verja þá kaupmáttaraukningu sem félagsmenn ASÍ hafa. "Deilan snýst ekki um hvort kaupmáttur sé ekki hár heldur hvort hann eigi að lækka. Kjarasamningar gerðu ráð fyrir því að kaupmáttur héldi áfram að hækka," segir Gylfi. Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er mikil og vissulega er það hlutverk hvors aðila um sig að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Sé það hins vegar svo að forsendur kjarasamninga eru brostnar hlýtur að þurfa að endurskoða þá í samræmi við það, óháð því hvað veldur muninum á þeirri verðbólgu sem forsendur gera ráð fyrir og þeirri verðbólgu sem ríkir í raun. Stöðugleiki á vinnumarkaði skiptir gríðarlegu máli fyrir allan almenning í landinu og fyrirtækin líka. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands gegna lykilhlutverki í að viðhalda þeim stöðugleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Átök á vinnumarkaði virðast handan við hornið. Í yfirlýsingu frá fundi miðstjórnar ASÍ sem haldinn var á miðvikudag kemur fram að hún telji einsýnt "að til uppsagnar kjarasamninga muni koma að óbreyttu og því mikilvægt að aðildarfélögin verði undir það búin að segja upp kjarasamningum, ef á það reynir." Í frétt á forsíðu blaðsins í dag kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað tillögu Alþýðusambands Íslands um tveggja prósenta launahækkun sem ætlað er að mæta þeim tveggja prósenta mun sem er á verðbólguforsendum kjarasamninga og þeirri verðbólgu sem nú er. Tillaga Alþýðusambandsins var lögð fram í viðræðum forsendunefndar þar sem fulltrúar beggja aðila sitja og eru sammála um að forsendur samninga séu brostnar. Í fréttinni kemur einnig fram að Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, telji að, að óbreyttu megi búast við uppsögn kjarasamninga eftir rúman mánuð, eða 10. desember. "Við höfum talið að þar sem markmið Seðlabankans og forsendur kjarasamninga gera ráð fyrir 2,5 prósenta verðbólgu en verðbólgan er í raun 4,5 prósent sé það nokkuð klárt hver munurinn er," segir framkvæmdastjóri ASÍ, Hjá Samtökum atvinnulífsins eru menn þó á öðru máli. Ari Edwald framkvæmdastjóri SA vill líta á ástæður verðbólgunnar og til þess að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. "Það er alls ekki sanngjarnt, þegar horft er til eðlis verðbólgunnar, að afgreiða verðbólguna sem frádrátt frá kaupmætti almennings. Þrír fjórðu hennar eru vegna fasteignaverðs, en einnig vegna aukinnar neyslu og betri lífsgæða," segir Ari en útilokar þó ekki að samið verði um launahækkanir þótt ekki verði þær í líkingu við það sem ASÍ fer fram á. "Þetta snýst um kostnaðinn fyrir atvinnulífið. Það er alveg ljóst að svigrúmið til breytinga er ekki af þeirri stærðargráðu sem þarna er slegið fram. Slík nálgun fæli að auki í sér afturhvarf til víxlhækkunar launa og verðlags," segir Ari og kveður þar við kunnuglegan tón úr herbúðum atvinnurekenda. "Það væri hins vegar mjög slæmt fyrir almenning í landinu ef samningar næðust ekki og yrði með því brugðið frá þeirri sátt sem hefur verið í landinu um árabil og ekki víst að næðist saman um langan tíma aftur." Gylfi Arnbjörnsson bendir á öðrum stað í Fréttablaðinu á þá staðreynd að viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar sé að verja þá kaupmáttaraukningu sem félagsmenn ASÍ hafa. "Deilan snýst ekki um hvort kaupmáttur sé ekki hár heldur hvort hann eigi að lækka. Kjarasamningar gerðu ráð fyrir því að kaupmáttur héldi áfram að hækka," segir Gylfi. Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er mikil og vissulega er það hlutverk hvors aðila um sig að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Sé það hins vegar svo að forsendur kjarasamninga eru brostnar hlýtur að þurfa að endurskoða þá í samræmi við það, óháð því hvað veldur muninum á þeirri verðbólgu sem forsendur gera ráð fyrir og þeirri verðbólgu sem ríkir í raun. Stöðugleiki á vinnumarkaði skiptir gríðarlegu máli fyrir allan almenning í landinu og fyrirtækin líka. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands gegna lykilhlutverki í að viðhalda þeim stöðugleika.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun