Framtíð Bandaríkjanna byggist á erlendum nemum 20. nóvember 2005 06:00 Samkvæmt nýlegri könnun hófu fleiri erlendir nemendur nám í bandarískum háskólum í ár en í fyrra. Fjöldi erlendra nemenda í bandarískum háskólum er þó enn töluvert lægri en árið 2002. Það er gleðiefni fyrir Bandaríkin að aðsókn erlendra nemenda í bandaríska háskóla hefur aukist en það má samt ekki birgja okkur sýn á þau vandræði sem bandarískir háskólar glíma enn við í að laða til sín framúrskarandi nemendur. Erlendir nemendur sem koma til framhaldsnáms í bandarískum háskólum eru blessun fyrir bandarískt hagkerfi og menntakerfi. Þeir hafa úrslitaáhrif á tæknilegt forskot Bandaríkjanna í hagkerfi heimsins samkvæmt rannsókn sem hagfræðingurinn Keith Markus við háskólann í Colorado gerði. Ástæðan fyrir þessu er sú að vinna hverra 100 nemenda í vísindum og verkfræði sem útskrifast úr doktorsnámi í bandarískum háskólum gefur af sér að meðaltali 62 umsóknir um einkaleyfi fyrir bandarísku þjóðina. Erlendir nemendur hafa stofnað mörg af helstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem starfa að nýsköpun, til að mynda Sun Microsystems og Intel. Án erlendu nemendanna er auk þess ekki hægt að bjóða upp á ákveðnar námsgreinar í vísindum og verkfræði við marga bandaríska háskóla því erlendu nemendurnir manna kennslustundirnar og starfa sem aðstoðarkennarar í viðkomandi greinum. Í framtíðinni verða þeir einnig hluti af fastráðnum kennurum skólanna í þessum námsgreinum. Þrátt fyrir að auðvelt sé að kenna harðari stefnu Bandaríkjastjórnar eftir 11. september um að aðsókn erlendra nemenda í bandaríska háskóla hafi staðið í stað eða minnkað þá eru einnig aðrir þættir sem hafa haft áhrif þar á. Meðal þessara þátta er hörð samkeppni um nemendur við Bretland, Japan og önnur lönd, framfarir í hagkerfum og háskólum Kína og Indlands sem eru þau lönd sem senda flesta nemendur til Bandaríkjanna, það hversu dýr menntun á háskólastigi er í Bandaríkjunum og efasemdir manna um að Bandaríkin vilji laða að sér erlenda nemendur. Að lokum er ástæðan sem sennilega er hvað auðveldast að koma í veg fyrir, Bandaríkin gera þeim doktorsnemum í vísindum og verkfræði, sem koma frá öðrum löndum, erfitt um vik að setjast að í landinu til frambúðar þar sem þeir gætu unnið hjá einkafyrirtækjum, stundað rannsóknir á rannsóknarstofum eða kennt í háskólum landsins. Það getur tekið tvö ár eða meira að öðlast rétt til varanlegrar búsetu og það er ýmislegt í umsóknarferlinu um grænt kort sem kemur í veg fyrir að menn vilji sækja um þau. Góðu fréttirnar eru þær að tiltölulega litlar breytingar á núverandi stefnu geta komið í veg fyrir þessi vandamál. Fjárlögin sem efri deild löggjafarþingsins samþykkti á dögunum eru skref í rétta átt því í fjárlögunum er ákvæði þar sem kveðið er á um aukningu á útgefnum grænum kortum og tímabundnum vegabréfsáritunum til vel menntaðra útlendinga. En ríkisstjórn George Bush ætti að fylgja þessari aðgerð eftir með því að bjóða atvinnurekendum upp á þann valkost að greiða gjald sem flýtir fyrir því að umsóknir starfsmanna þeirra verði teknar fyrir sem gæti komið biðtíma umsækjendanna niður í þrjátíu til sextíu daga í stað tveggja til fjögurra ára eins og nú er raunin. Einnig á þingið að afnema þá kröfu að þeir sem sækja um vegabréfsáritanir til að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum ábyrgist að þeir muni snúa aftur til heimalands síns að námi loknu. Svo þarf einhver einn opinber embættismaður að vera ábyrgur fyrir samræmdri stefnu í þessum málum og starfa sem umboðsmaður fyrir málefni erlendra nemenda með því að koma á jafnvægi milli aðgengis að háskólunum og krafna Bandaríkjastjórnar um aukið öryggi í landinu. Bandarískir háskólar þurfa að auka við markaðssetningu sína í öðrum löndum ef þeir vilja laða fleiri nemendur til sín. Háskólar ættu að starfa með iðnfyrirtækjum og ríkisstjórn Bandaríkjanna og þróa markaðsstefnu sem felur í sér þann boðskap að Bandaríkin séu það land í heiminum sem býður upp á bestu aðstæðurnar til náms. Bandaríkin geta einnig lagt fram eitthvað af aðstoð sinni til vanþróaðra landa með því að bjóða hæfileikaríkum nemendum frá viðkomandi löndum að stunda nám sitt við bandaríska háskóla. Við höfum enn þá tækifæri til að breyta stefnu okkar til hins betra og bæta stöðu okkar meðal mögulegra framhaldsnema í öðrum löndum. Ef við grípum ekki þetta tækifæri gætu Bandaríkin misst leiðandi stöðu sína í vísindum og tækni í heiminum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri The National Foundation for American Policy. Greinin birtist áður í New York Times. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Samkvæmt nýlegri könnun hófu fleiri erlendir nemendur nám í bandarískum háskólum í ár en í fyrra. Fjöldi erlendra nemenda í bandarískum háskólum er þó enn töluvert lægri en árið 2002. Það er gleðiefni fyrir Bandaríkin að aðsókn erlendra nemenda í bandaríska háskóla hefur aukist en það má samt ekki birgja okkur sýn á þau vandræði sem bandarískir háskólar glíma enn við í að laða til sín framúrskarandi nemendur. Erlendir nemendur sem koma til framhaldsnáms í bandarískum háskólum eru blessun fyrir bandarískt hagkerfi og menntakerfi. Þeir hafa úrslitaáhrif á tæknilegt forskot Bandaríkjanna í hagkerfi heimsins samkvæmt rannsókn sem hagfræðingurinn Keith Markus við háskólann í Colorado gerði. Ástæðan fyrir þessu er sú að vinna hverra 100 nemenda í vísindum og verkfræði sem útskrifast úr doktorsnámi í bandarískum háskólum gefur af sér að meðaltali 62 umsóknir um einkaleyfi fyrir bandarísku þjóðina. Erlendir nemendur hafa stofnað mörg af helstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem starfa að nýsköpun, til að mynda Sun Microsystems og Intel. Án erlendu nemendanna er auk þess ekki hægt að bjóða upp á ákveðnar námsgreinar í vísindum og verkfræði við marga bandaríska háskóla því erlendu nemendurnir manna kennslustundirnar og starfa sem aðstoðarkennarar í viðkomandi greinum. Í framtíðinni verða þeir einnig hluti af fastráðnum kennurum skólanna í þessum námsgreinum. Þrátt fyrir að auðvelt sé að kenna harðari stefnu Bandaríkjastjórnar eftir 11. september um að aðsókn erlendra nemenda í bandaríska háskóla hafi staðið í stað eða minnkað þá eru einnig aðrir þættir sem hafa haft áhrif þar á. Meðal þessara þátta er hörð samkeppni um nemendur við Bretland, Japan og önnur lönd, framfarir í hagkerfum og háskólum Kína og Indlands sem eru þau lönd sem senda flesta nemendur til Bandaríkjanna, það hversu dýr menntun á háskólastigi er í Bandaríkjunum og efasemdir manna um að Bandaríkin vilji laða að sér erlenda nemendur. Að lokum er ástæðan sem sennilega er hvað auðveldast að koma í veg fyrir, Bandaríkin gera þeim doktorsnemum í vísindum og verkfræði, sem koma frá öðrum löndum, erfitt um vik að setjast að í landinu til frambúðar þar sem þeir gætu unnið hjá einkafyrirtækjum, stundað rannsóknir á rannsóknarstofum eða kennt í háskólum landsins. Það getur tekið tvö ár eða meira að öðlast rétt til varanlegrar búsetu og það er ýmislegt í umsóknarferlinu um grænt kort sem kemur í veg fyrir að menn vilji sækja um þau. Góðu fréttirnar eru þær að tiltölulega litlar breytingar á núverandi stefnu geta komið í veg fyrir þessi vandamál. Fjárlögin sem efri deild löggjafarþingsins samþykkti á dögunum eru skref í rétta átt því í fjárlögunum er ákvæði þar sem kveðið er á um aukningu á útgefnum grænum kortum og tímabundnum vegabréfsáritunum til vel menntaðra útlendinga. En ríkisstjórn George Bush ætti að fylgja þessari aðgerð eftir með því að bjóða atvinnurekendum upp á þann valkost að greiða gjald sem flýtir fyrir því að umsóknir starfsmanna þeirra verði teknar fyrir sem gæti komið biðtíma umsækjendanna niður í þrjátíu til sextíu daga í stað tveggja til fjögurra ára eins og nú er raunin. Einnig á þingið að afnema þá kröfu að þeir sem sækja um vegabréfsáritanir til að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum ábyrgist að þeir muni snúa aftur til heimalands síns að námi loknu. Svo þarf einhver einn opinber embættismaður að vera ábyrgur fyrir samræmdri stefnu í þessum málum og starfa sem umboðsmaður fyrir málefni erlendra nemenda með því að koma á jafnvægi milli aðgengis að háskólunum og krafna Bandaríkjastjórnar um aukið öryggi í landinu. Bandarískir háskólar þurfa að auka við markaðssetningu sína í öðrum löndum ef þeir vilja laða fleiri nemendur til sín. Háskólar ættu að starfa með iðnfyrirtækjum og ríkisstjórn Bandaríkjanna og þróa markaðsstefnu sem felur í sér þann boðskap að Bandaríkin séu það land í heiminum sem býður upp á bestu aðstæðurnar til náms. Bandaríkin geta einnig lagt fram eitthvað af aðstoð sinni til vanþróaðra landa með því að bjóða hæfileikaríkum nemendum frá viðkomandi löndum að stunda nám sitt við bandaríska háskóla. Við höfum enn þá tækifæri til að breyta stefnu okkar til hins betra og bæta stöðu okkar meðal mögulegra framhaldsnema í öðrum löndum. Ef við grípum ekki þetta tækifæri gætu Bandaríkin misst leiðandi stöðu sína í vísindum og tækni í heiminum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri The National Foundation for American Policy. Greinin birtist áður í New York Times.