Aðeins fyrir karla fyrir utan Vigdísi 30. nóvember 2005 14:00 "Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga." Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
"Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga."
Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira