„Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. desember 2025 21:18 Mæðgurnar Margrét Björk og Baldvina ræddu málin í hlaðvarpinu Vörumerki. Samsett Baldvina Snælaugsdóttir vaknaði eftir heilaskurðaðgerð í október en gat hvorki talað né hreyft sig. Hún man skýrt eftir því þegar læknarnir kölluðu á hana og ljóst var að eitthvað hafði farið alvarlega úrskeiðis. Ísköld kvíðatilfinning hafði hellst yfir hana nokkrum vikum fyrir aðgerðina. Hún sendi neyðarkall til Facebook-vina og bað um baráttustrauma, sem hún trúir að hafi skilað sér á ögurstundu. Átta vikur eru liðnar síðan Baldvina gekkst undir heilaskurðaðgerð eftir langt ferli tengt æðagúlpi í heila. Til stóð að framkvæma aðgerðina með þræðingu, aðferð sem er tiltölulega einföld og fylgikvillar ekki algengir. Hinsvegar tókst ekki að framkvæma aðgerðina á þann hátt og Baldvinu og fjölskyldu sagt að nauðsynlegt væri að gera aðra aðgerð daginn eftir, þar sem notast yrði við aðra aðferð sem væri bæði flóknari og áhættusamari. Margrét Björk Jónsdóttir, dóttir Baldvinu, heldur úti hlaðvarpinu Vörumerki. Í nýjasta þættinum ræða þær mæðgur síðustu vikur og hvernig líf fjölskyldunnar fór á hvolf þegar seinni aðgerðin endaði á versta veg. Mæðgurnar ræddu síðustu vikur í hlaðvarpsþættinum Vörumerki.Aðsend Nokkrum dögum fyrir aðgerðina fann Baldvina á sér að aðgerðin myndi ekki ganga snurðulaust. Í viðtalinu lýsir hún ískaldri kvíðatilfinningu og ákvað að stíga til hliðar sem markaðsstjóri Kringlunnar, starfi sem hún hafði gegnt í tólf ár. Hún segist hafa velt stöðu sinni fyrir sér í töluverðan tíma og þar sem það styttist í sextugsafmælið langaði hana til að minnka álagið. „Mér fannst þetta bara komið gott.“ Neyðarkall á ögurstundu Þegar ljóst var að fyrri aðgerð Baldvinu hafði ekki heppnast var ákveðið að grípa til flóknari aðgerðar. Í samtali sínu lýsa mæðgurnar því hversu erfið biðin var, sem dróst fram á kvöld. Þegar kvíði og hræðsla fóru að taka yfir ákvað Baldvina að setja færslu inn á Facebook. Þar bað hún vini og vandamenn að hugsa til sín. „Ég ákvað bara að setja fram smá ákall til vina minna og lét vita að mér liði kannski ekki alveg nógu vel,“ segir hún. „Ég bað bara um pepp og góða strauma.“ Skilaboðum og kveðjum fóru að streyma inn í hundraðatali og segist Margrét Björk viss um að skilaboðin hafi komið Baldvinu í gegnum daginn. „Þú varst bara í símanum, að lesa kveðjur aftur og aftur,“ rifjar hún upp. „Enda skilaði þetta sér. Þegar mörg hundruð, jafnvel þúsund manns eru að hugsa til þín á sama tíma og senda baráttustrauma, það getur enginn sagt mér að það skili sér ekki.“ Gat ekki hreyft sig né talað Seinni aðgerðin fór fram um kvöldið og tók nokkrar klukkustundir. Aðgerðin sjálf heppnaðist, en þegar reynt var að vekja Baldvinu í kjölfarið kom í ljós að eitthvað alvarlegt var að. Sjálf man hún skýrt eftir þeim tímapunkti. „Ég heyrði í læknunum kalla á mig. Þeir kölluðu nafnið mitt aftur og aftur,“ segir hún. „Ég reyndi og reyndi að tala við þá en gat það ekki, ég gat ekki neitt.“ Rétt eftir aðgerðina lagðist Margrét Björk hjá móður sinni.Aðsend Margrét Björk lýsir því hvernig læknarnir hafi fljótt áttað sig á að Baldvina væri lömuð í vinstri hlið líkamans. Hún var send í myndrannsóknir þar sem kom í ljós að stór blóðtappi var í stærstu slagæð heilans, grafalvarlegur fylgikvilli. Í kjölfarið var hún drifin aftur á skurðstofu þar sem reynt var að leysa upp tappann og koma á blóðflæði á ný. Fjölskyldunni var gert ljóst að staðan væri mjög alvarleg og þeim sagt að búa sig undir það versta. Margra vikna endurhæfing Læknunum tókst að leysa upp blóðtappann og Baldvina var í kjölfarið flutt á gjörgæsludeild. Þar var fylgst grannt með ástandi hennar og við tók bið eftir að sjá hvernig hún myndi vakna. Margrét Björk segir frá því þegar hún fékk að hitta móður sína í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Baldvina var lömuð öðrum megin í líkamanum og ástand hennar talið mjög viðkvæmt fyrstu dagana. Næstu vikur dvaldi hún á Landspítalanum og í endurhæfingu á Grensás. Margrét Björk dvaldi dag og nótt hjá móður sinni en hún átti afar erfitt með að víkja frá henni. Degi fyrir aðgerðina fór hlaðvarpssería Margrétar Bjarkar í loftið. Hún segir skuldbindinguna um að halda áfram útgáfu með einum þætti á viku, hafa gert mikið fyrir sig á þessum tíma. „Þetta varð eins konar bjargráð fyrir mig,“ segir hún. Þakklæti efst í huga Nú eru liðnir tveir mánuðir frá lífshættulegum fylgikvillum Baldvinu og hefur bataferlið gengið langt umfram það sem búast mætti við. Lömunin hefur gengið til baka nánast að fullu og er Baldvina enn í endurhæfingu á dagdeild Grensás. Baldvina á sextíu ára afmælisdeginum.Aðsend Í þættinum lýsir Baldvina því að sér líði vel miðað við aðstæður, hún finni mest fyrir þreytu og skertu úthaldi. Bataferlið hafi verið bæði líkamlega og andlega krefjandi en jafnframt gefandi. Það hafi verið stór áfangi að útskrifast af legudeild Grensás í tæka tíð fyrir sextíu ára afmælið sem hún hélt upp á í lok nóvember. Baldvina hefur, sem fyrr segir, stigið til hliðar úr starfi markaðsstjóra Kringlunnar og einbeitir sér nú að endurhæfingu og næsta kafla lífsins. Í lok þáttarins ræða þær Margrét að þrátt fyrir erfiðar vikur sé þakklæti þeim efst í huga. Margrét lýsir djúpu þakklæti fyrir stuðninginn sem fjölskyldan hefur fundið og fyrir að móðir hennar sé hér enn, þær séu báðar með nýja sýn á lífið og framtíðina eftir það sem á undan er gengið. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér. Tímamót Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Átta vikur eru liðnar síðan Baldvina gekkst undir heilaskurðaðgerð eftir langt ferli tengt æðagúlpi í heila. Til stóð að framkvæma aðgerðina með þræðingu, aðferð sem er tiltölulega einföld og fylgikvillar ekki algengir. Hinsvegar tókst ekki að framkvæma aðgerðina á þann hátt og Baldvinu og fjölskyldu sagt að nauðsynlegt væri að gera aðra aðgerð daginn eftir, þar sem notast yrði við aðra aðferð sem væri bæði flóknari og áhættusamari. Margrét Björk Jónsdóttir, dóttir Baldvinu, heldur úti hlaðvarpinu Vörumerki. Í nýjasta þættinum ræða þær mæðgur síðustu vikur og hvernig líf fjölskyldunnar fór á hvolf þegar seinni aðgerðin endaði á versta veg. Mæðgurnar ræddu síðustu vikur í hlaðvarpsþættinum Vörumerki.Aðsend Nokkrum dögum fyrir aðgerðina fann Baldvina á sér að aðgerðin myndi ekki ganga snurðulaust. Í viðtalinu lýsir hún ískaldri kvíðatilfinningu og ákvað að stíga til hliðar sem markaðsstjóri Kringlunnar, starfi sem hún hafði gegnt í tólf ár. Hún segist hafa velt stöðu sinni fyrir sér í töluverðan tíma og þar sem það styttist í sextugsafmælið langaði hana til að minnka álagið. „Mér fannst þetta bara komið gott.“ Neyðarkall á ögurstundu Þegar ljóst var að fyrri aðgerð Baldvinu hafði ekki heppnast var ákveðið að grípa til flóknari aðgerðar. Í samtali sínu lýsa mæðgurnar því hversu erfið biðin var, sem dróst fram á kvöld. Þegar kvíði og hræðsla fóru að taka yfir ákvað Baldvina að setja færslu inn á Facebook. Þar bað hún vini og vandamenn að hugsa til sín. „Ég ákvað bara að setja fram smá ákall til vina minna og lét vita að mér liði kannski ekki alveg nógu vel,“ segir hún. „Ég bað bara um pepp og góða strauma.“ Skilaboðum og kveðjum fóru að streyma inn í hundraðatali og segist Margrét Björk viss um að skilaboðin hafi komið Baldvinu í gegnum daginn. „Þú varst bara í símanum, að lesa kveðjur aftur og aftur,“ rifjar hún upp. „Enda skilaði þetta sér. Þegar mörg hundruð, jafnvel þúsund manns eru að hugsa til þín á sama tíma og senda baráttustrauma, það getur enginn sagt mér að það skili sér ekki.“ Gat ekki hreyft sig né talað Seinni aðgerðin fór fram um kvöldið og tók nokkrar klukkustundir. Aðgerðin sjálf heppnaðist, en þegar reynt var að vekja Baldvinu í kjölfarið kom í ljós að eitthvað alvarlegt var að. Sjálf man hún skýrt eftir þeim tímapunkti. „Ég heyrði í læknunum kalla á mig. Þeir kölluðu nafnið mitt aftur og aftur,“ segir hún. „Ég reyndi og reyndi að tala við þá en gat það ekki, ég gat ekki neitt.“ Rétt eftir aðgerðina lagðist Margrét Björk hjá móður sinni.Aðsend Margrét Björk lýsir því hvernig læknarnir hafi fljótt áttað sig á að Baldvina væri lömuð í vinstri hlið líkamans. Hún var send í myndrannsóknir þar sem kom í ljós að stór blóðtappi var í stærstu slagæð heilans, grafalvarlegur fylgikvilli. Í kjölfarið var hún drifin aftur á skurðstofu þar sem reynt var að leysa upp tappann og koma á blóðflæði á ný. Fjölskyldunni var gert ljóst að staðan væri mjög alvarleg og þeim sagt að búa sig undir það versta. Margra vikna endurhæfing Læknunum tókst að leysa upp blóðtappann og Baldvina var í kjölfarið flutt á gjörgæsludeild. Þar var fylgst grannt með ástandi hennar og við tók bið eftir að sjá hvernig hún myndi vakna. Margrét Björk segir frá því þegar hún fékk að hitta móður sína í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Baldvina var lömuð öðrum megin í líkamanum og ástand hennar talið mjög viðkvæmt fyrstu dagana. Næstu vikur dvaldi hún á Landspítalanum og í endurhæfingu á Grensás. Margrét Björk dvaldi dag og nótt hjá móður sinni en hún átti afar erfitt með að víkja frá henni. Degi fyrir aðgerðina fór hlaðvarpssería Margrétar Bjarkar í loftið. Hún segir skuldbindinguna um að halda áfram útgáfu með einum þætti á viku, hafa gert mikið fyrir sig á þessum tíma. „Þetta varð eins konar bjargráð fyrir mig,“ segir hún. Þakklæti efst í huga Nú eru liðnir tveir mánuðir frá lífshættulegum fylgikvillum Baldvinu og hefur bataferlið gengið langt umfram það sem búast mætti við. Lömunin hefur gengið til baka nánast að fullu og er Baldvina enn í endurhæfingu á dagdeild Grensás. Baldvina á sextíu ára afmælisdeginum.Aðsend Í þættinum lýsir Baldvina því að sér líði vel miðað við aðstæður, hún finni mest fyrir þreytu og skertu úthaldi. Bataferlið hafi verið bæði líkamlega og andlega krefjandi en jafnframt gefandi. Það hafi verið stór áfangi að útskrifast af legudeild Grensás í tæka tíð fyrir sextíu ára afmælið sem hún hélt upp á í lok nóvember. Baldvina hefur, sem fyrr segir, stigið til hliðar úr starfi markaðsstjóra Kringlunnar og einbeitir sér nú að endurhæfingu og næsta kafla lífsins. Í lok þáttarins ræða þær Margrét að þrátt fyrir erfiðar vikur sé þakklæti þeim efst í huga. Margrét lýsir djúpu þakklæti fyrir stuðninginn sem fjölskyldan hefur fundið og fyrir að móðir hennar sé hér enn, þær séu báðar með nýja sýn á lífið og framtíðina eftir það sem á undan er gengið. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.
Tímamót Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira