Pólitískar áramótasprengjur 30. desember 2005 00:01 Pólitískar áramótasprengjur gefa okkur fyrirheit um að nýtt ár verði ekki síður fjörugt á vettvangi þjóðmála en það sem var að líða. Þegar við horfum um öxl blasa við formannaskipti í tveimur stærstu flokkunum og endanleg sundrung Reykjavíkurlistans, prófkjör, ofursterk króna og viðkvæmt ástand á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Framundan er línudans í efnahagsmálum og byggðakosningar í maí. Fortíðin og framtíðin tengjast hins vegar í núinu, þar sem allir helstu ráðamenn þjóðarinnar standa um áramót og kasta milli sín kjaradómssprengju og vonast til að hún verði ekki í þeirra höndum þegar og ef hún springur. Kjaradómsmál eru að verða að farsa sem ugglaust væri sprenghlægilegur ef ekki væri fyrir það hversu alvarlegar afleiðingar hann gæti haft fyrir landsmenn alla og efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Stjórnmálaforingjar fordæma hækkunina í hópum - ekki síst þingmenn, sem gómaðir hafa verið af fjölmiðlum og munstraðir í viðtal. Svo verða þeir afar sorgmæddir á svip þegar þeir lýsa þeirri kvöð að þurfa að taka sjálfir við hækkuninni. En hún sé lögbundin og geti þeir nú farið að brjóta lög með því að afþakka eða gefa frá sér hækkunina - sem þeir þó telja óeðlilega mikla! Forsætisráðherra spilar undir þessi skringilegheit með því að senda dómsvaldinu Kjaradómi beiðni um að taka aftur hækkunina hjá þjóðkjörnum fulltrúum, en skilur dómarana eftir því framkvæmdavaldið megi ekki hlutast til um kjör dómsvaldsins. Ekkert hefur í sjálfu sér breyst varðandi forsendur úrskurðarins og fyrirmæli framkvæmdavaldsins um endurskoðun - sem þó voru ekki fyrirmæli - höfðu því ekkert að segja. Óbreyttar forsendur kalla á óbreytta niðurstöðu segir Kjaradómur, sem er lógískt nema menn hafi virkilega átt von á að Kjaradómur kúventi og kæmi fram með maóíska sjálfsgagnrýni og játaði að þrátt fyrir að hafa farið að lögum hafi þeir ekki farið að pólitískum rétttrúnaði og "hugsun Mao Zedong" eins og sagt var í eina tíð! Svo virðist sem það verði hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar að halda á kjaradómssprengjunni yfir áramótin og koma því þannig fyrir að þingmenn og ráðherrar verði með einhverjum hætti hýrudregnir aftur eftir að hafa fengið sína umdeildu kauphækkun. Það er mikið í húfi fyrir forsætisráðherrann, því það síðasta sem ráðherra efnahagsmála þarf á að halda á tímum ofurþenslu og spennu er að skapa óróa á almennum vinnumarkaði, enda verða orð hans ekki skilin á annan veg en að sú kauphækkun sem tekur gildi um áramót verði afturkölluð fljótlega eftir að þing kemur saman. Það mun því mæða mikið á Halldóri Ásgrímssyni á næstu vikum og mánuðum og enn lendir hann í því að velta steininum upp fjallið. Hann virðist einhvern veginn dæmdur til pólitísks mótlætis. Að því leyti er staðan mjög ólík nú í ársbyrjun hjá honum og hinum foringja stjórnarsamstarfsins, Geir Haarde. Geir hefur nánast ekkert dregist inn í kjaradómsmálið og mun væntanlega ekki þurfa að bera mikla pólitíska ábyrgð á því, þótt hann standi með Halldóri alla leiðina. Eftir umfjöllun Ólafs H. Torfasonar um nýja mynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven" hefur hugtakið "Kristsgervingur" ratað inn í orðaforða almennings. Íslensk pólitík eignaðist einmitt sinn "kristsgerving" á árinu þegar Davíð Oddsson steig til hliðar, hætti í pólitík og fór í Seðlabankann. Einhvern veginn virðist hans pólitíska útganga hafa orðið að friðþægingu fyrir syndir Sjálfstæðisflokksins líkt og þegar Kristur dó forðum fyrir syndir mannanna. Geir Haarde stendur eftir syndlaus, með hreint borð og skorar grimmt í könnunum. Þrátt fyrir yfirlýsingar um samhengi er alls óvíst hvort og að hve miklu leyti pólitík Geirs verður framhald af davíðskunni. En það eru fleiri pólitískar sprengjur sem hafa verið tengdar nú í árslok sem tifa munu fram á nýja árið og tryggja samfellu og spennu. Það ber kannski hæst hvernig spilast úr hjá flokkunum sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Raunar eru málin nokkuð komin á hreint hjá Vinstri grænum, en bæði framsóknar- og samfylkingarmenn eru að sigla inn í spennandi prófkjörskosningar. Hjá Samfylkingu þar sem þrír forustumenn Reykjavíkurlistans fara fram hver gegn öðrum gæti dregið til tíðinda og búast má við áhugaverðu samspili þeirrar baráttu og kjaradómstímasprengjunnar, vegna útspils Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra í launamálum. Hjá Framsóknarflokknum mun ekki síður verða fróðlegt að fylgjast með framvindunni, því prófkjörið í Reykjavík er í raun mælikvarði á styrk flokksforustunnar. Nái Björn Ingi Hrafnsson - sem er óopinber frambjóðandi flokksforustunnar - ekki afgerandi kjöri eru það sterk skilaboð til formanns flokksins um að fólk sé ekki ánægt með stöðu mála. Þeir kunna listina að skamma Albaníu í Framsókn - þó þeim þyki ekki við hæfi að skamma formanninn beint gefst þeim nú kostur á að skamma aðstoðarmann hans, telji þeir ástæðu til. Það stefnir því í áframhaldandi fjör. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Pólitískar áramótasprengjur gefa okkur fyrirheit um að nýtt ár verði ekki síður fjörugt á vettvangi þjóðmála en það sem var að líða. Þegar við horfum um öxl blasa við formannaskipti í tveimur stærstu flokkunum og endanleg sundrung Reykjavíkurlistans, prófkjör, ofursterk króna og viðkvæmt ástand á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Framundan er línudans í efnahagsmálum og byggðakosningar í maí. Fortíðin og framtíðin tengjast hins vegar í núinu, þar sem allir helstu ráðamenn þjóðarinnar standa um áramót og kasta milli sín kjaradómssprengju og vonast til að hún verði ekki í þeirra höndum þegar og ef hún springur. Kjaradómsmál eru að verða að farsa sem ugglaust væri sprenghlægilegur ef ekki væri fyrir það hversu alvarlegar afleiðingar hann gæti haft fyrir landsmenn alla og efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Stjórnmálaforingjar fordæma hækkunina í hópum - ekki síst þingmenn, sem gómaðir hafa verið af fjölmiðlum og munstraðir í viðtal. Svo verða þeir afar sorgmæddir á svip þegar þeir lýsa þeirri kvöð að þurfa að taka sjálfir við hækkuninni. En hún sé lögbundin og geti þeir nú farið að brjóta lög með því að afþakka eða gefa frá sér hækkunina - sem þeir þó telja óeðlilega mikla! Forsætisráðherra spilar undir þessi skringilegheit með því að senda dómsvaldinu Kjaradómi beiðni um að taka aftur hækkunina hjá þjóðkjörnum fulltrúum, en skilur dómarana eftir því framkvæmdavaldið megi ekki hlutast til um kjör dómsvaldsins. Ekkert hefur í sjálfu sér breyst varðandi forsendur úrskurðarins og fyrirmæli framkvæmdavaldsins um endurskoðun - sem þó voru ekki fyrirmæli - höfðu því ekkert að segja. Óbreyttar forsendur kalla á óbreytta niðurstöðu segir Kjaradómur, sem er lógískt nema menn hafi virkilega átt von á að Kjaradómur kúventi og kæmi fram með maóíska sjálfsgagnrýni og játaði að þrátt fyrir að hafa farið að lögum hafi þeir ekki farið að pólitískum rétttrúnaði og "hugsun Mao Zedong" eins og sagt var í eina tíð! Svo virðist sem það verði hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar að halda á kjaradómssprengjunni yfir áramótin og koma því þannig fyrir að þingmenn og ráðherrar verði með einhverjum hætti hýrudregnir aftur eftir að hafa fengið sína umdeildu kauphækkun. Það er mikið í húfi fyrir forsætisráðherrann, því það síðasta sem ráðherra efnahagsmála þarf á að halda á tímum ofurþenslu og spennu er að skapa óróa á almennum vinnumarkaði, enda verða orð hans ekki skilin á annan veg en að sú kauphækkun sem tekur gildi um áramót verði afturkölluð fljótlega eftir að þing kemur saman. Það mun því mæða mikið á Halldóri Ásgrímssyni á næstu vikum og mánuðum og enn lendir hann í því að velta steininum upp fjallið. Hann virðist einhvern veginn dæmdur til pólitísks mótlætis. Að því leyti er staðan mjög ólík nú í ársbyrjun hjá honum og hinum foringja stjórnarsamstarfsins, Geir Haarde. Geir hefur nánast ekkert dregist inn í kjaradómsmálið og mun væntanlega ekki þurfa að bera mikla pólitíska ábyrgð á því, þótt hann standi með Halldóri alla leiðina. Eftir umfjöllun Ólafs H. Torfasonar um nýja mynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven" hefur hugtakið "Kristsgervingur" ratað inn í orðaforða almennings. Íslensk pólitík eignaðist einmitt sinn "kristsgerving" á árinu þegar Davíð Oddsson steig til hliðar, hætti í pólitík og fór í Seðlabankann. Einhvern veginn virðist hans pólitíska útganga hafa orðið að friðþægingu fyrir syndir Sjálfstæðisflokksins líkt og þegar Kristur dó forðum fyrir syndir mannanna. Geir Haarde stendur eftir syndlaus, með hreint borð og skorar grimmt í könnunum. Þrátt fyrir yfirlýsingar um samhengi er alls óvíst hvort og að hve miklu leyti pólitík Geirs verður framhald af davíðskunni. En það eru fleiri pólitískar sprengjur sem hafa verið tengdar nú í árslok sem tifa munu fram á nýja árið og tryggja samfellu og spennu. Það ber kannski hæst hvernig spilast úr hjá flokkunum sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Raunar eru málin nokkuð komin á hreint hjá Vinstri grænum, en bæði framsóknar- og samfylkingarmenn eru að sigla inn í spennandi prófkjörskosningar. Hjá Samfylkingu þar sem þrír forustumenn Reykjavíkurlistans fara fram hver gegn öðrum gæti dregið til tíðinda og búast má við áhugaverðu samspili þeirrar baráttu og kjaradómstímasprengjunnar, vegna útspils Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra í launamálum. Hjá Framsóknarflokknum mun ekki síður verða fróðlegt að fylgjast með framvindunni, því prófkjörið í Reykjavík er í raun mælikvarði á styrk flokksforustunnar. Nái Björn Ingi Hrafnsson - sem er óopinber frambjóðandi flokksforustunnar - ekki afgerandi kjöri eru það sterk skilaboð til formanns flokksins um að fólk sé ekki ánægt með stöðu mála. Þeir kunna listina að skamma Albaníu í Framsókn - þó þeim þyki ekki við hæfi að skamma formanninn beint gefst þeim nú kostur á að skamma aðstoðarmann hans, telji þeir ástæðu til. Það stefnir því í áframhaldandi fjör. Gleðilegt nýtt ár!