Áramótin að mestu slysalaus 1. janúar 2005 18:00 Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans. Flugeldar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans.
Flugeldar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira