Áfallið sýnir styrk baklandsins 2. janúar 2005 00:01 Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira