Áfallið sýnir styrk baklandsins 2. janúar 2005 00:01 Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Full starfsemi er fyrir nokkru komin í gang hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík, en þar varð stórbruni 22. nóvember síðast liðinn þannig að flytja varð um sex hundruð íbúa í nágrenninu neyðarflutningum út af hættusvæði brunans. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir gífurlegt verk hafa beðið við hreinsun og uppbyggingu, en að því starfi hafi komið bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. "Þó illa hafi horft um tíma þá er búið að lyfta hér Grettistaki. Þegar svona áfall dynur á kemur í ljós hvað baklandið er sterkt," segir hann og kveðst þakklátur fyrir góðan stuðning sem fyrirtækinu hafi verið sýndur. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í brunanum en Einar segir fyrirtækið vel tryggt. "Í svona tjóni er maður aldrei altryggður. Það verður óhapp og svo verður bara að vinna sig út úr því." Einar unnið hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. "Það verða settir hér upp eldveggir og verið að reisa nýjar skemmur. Svo verður bara farið eftir ítrustu kröfum í forvörnum sem og öðru," segir hann og bætir við að vinnulagi hafi verið breytt í þá veru að mun meiri áhersla sé lögð á að vinnsla fari fram jafnóðum og byrgðir losaðar út af vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki hafa verið þrýst á um að starfsemi fyrirtækisins verði flutt. "Enda erum við að taka mjög ábyrgt á málum," segir Einar og bendir á að fyrirtækið sinni endurvinnslu og hafi í umræðum á Alþingi verið nefnt þjóðþrifafyrirtæki. Myndir frá eldsvoðanum í Hringrás
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira