Ólíklegt að Kópavogsmálið leysist 4. janúar 2005 00:01 Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lögreglunni í Kópavogi takist að hafa uppi á manninum sem tældi níu ára telpu upp í bíl sinn í miðbæ Kópavogs síðari hluta nóvembermánaðar. Um 30 menn voru yfirheyrðir vegna málsins, en nokkrar vikur eru síðan sá síðasti var yfirheyrður. Litla telpan var numin á brott síðdegis þann 24. nóvember. Hún fannst köld og hrakin upp við Skálafell í Mosfellsdal um þremur klukkustundum síðar. Hún bar að maðurinn hefði ekið sér þangað. Hún sagði manninn hafa ekið rauðum fólksbíl og að hann hefði verið um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir neðri vör. Lögreglunni bárust fjölmargar ábendingar eftir að þessi lýsing fór út í fjölmiðlum og segir Friðrik Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, að um 30 menn hafi verið yfirheyrðir næstu daga. Yfirsheyrslur báru engan árangur og nú hefur enginn verið yfirheyrður í tengslum við þetta mál í nokkrar vikur. Friðrik segir það blasa við að því lengri tími sem líði án þess að nokkuð gerist í málinu, því minni líkur séu á að lögreglunni takist að hafa hendur í hári þessa manns. Málið sé að sjálfsögðu enn þá uppi á borðinu en á meðan fáar sem engar vísbendingar séu til að fara eftir sé fátt hægt að gera. Friðrik segir að ekki hafi verið gripið til þess ráðs að fá teiknara til að teikna mynd af manninum eftir lýsingu telpunnar þar sem lýsing hennar hafi ekki þótt það tæmandi að hægt hefði verið að draga upp fullnægjandi mynd af manninum. Fari því sem horfir mun þessi ódæðismaður sleppa með skrekkinn nema þeir sem vita til verka hans segi til hans.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira