Gætu fengið fimmtán ára fangelsi 13. október 2005 15:20 Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent