Hef trú á mér og strákunum 13. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira