Óviðunandi fyrir borgarbúa 14. janúar 2005 00:01 Ekkert lát ætlar að verða á togstreitunni innan Reykjavíkurlistans og tekur hún á sig æ fjölbreyttari myndir eins og orðahnippingar meðal framsóknarmanna í höfuðborginni undanfarna daga bera vitni um. Flest bendir til þess að dagar R-listans séu taldir og hann muni ekki hafa afl til að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Ef innri og ytri aðstæður hefðu verið R-listanum hagfelldar væri ekki útilokað að hann gæti haldið völdum í Reykjavík í næstu kosningum án aðildar Framsóknarflokksins. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Framsókn, sem nú á tvo fulltrúa í borgarstjórn, fengi engan mann kjörinn ef flokkurinn byði einn fram til borgarstjórnar. R-listinn hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings óháð hefðbundnum flokksböndum. Aðild "óháðra" að framboðinu hefur styrkt það. Ef Frjálslyndir gengju til liðs við R-listann, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur stakk upp á í grein hér í blaðinu á mánudaginn, er nær öruggt að ekki væri lengur þörf á stuðningi framsóknarmanna. En sannleikurinn er sá að hvorug skilyrðin, hin innri eða ytri, eru fyrir hendi. Innan allra stjórnmálaflokkanna sem standa að R-listanum á sér stað barátta sem snýst um völd og áhrif í stjórn höfuðborgarinnar. Forystumenn flokkanna í borginni taka þátt í þessari baráttu leynt og ljóst. Innan Samfylkingarinnar er ekki eining um nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Það er opinbert leyndarmál að Stefán Jón Hafstein sætir færis að ná til sín foringjahlutverkinu og þar með borgarstjórastólnum. Innan flokks Vinstri grænna hefur lengi verið óánægja með málefnalega stefnu borgarstjórnarmeirihlutans. Grasrótin í flokknum er ósátt við framferði sumra forystumannanna. Framkoma Bjargar Vilhelmsdóttur gagnvart skjólstæðingum félagsmálakerfisins hefur nokkrum sinnum orðið tilefni ádeilu og hneykslunar úr röðum hennar eigin flokksfélaga. Ólíklegt er að svokölluð "kynnisferð" leiðtoga Vinstri grænna, Árna Þórs Sigurðssonar, til Brussel bæti ímynd borgarstjórnarhópsins. Ytri skilyrði eru R-listanum líka óhagstæð. Ljóminn sem lék um listann á upphafsárunum, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var foringi hans, er horfinn. Mestur tími forystumannanna fer í að svara fyrir óvinsæl mál eins og skuldasöfnun, aukna skattbyrði, skipulagsklúður og ábyrgðarlausa meðferð fjármuna þar sem Orkuveitan undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar er helst í sviðsljósinu. Þetta ástand ætti að gefa forystuflokki minnihlutans, Sjálfstæðisflokknum, sóknarfæri. En skoðanakannanir benda ekki til þess að hann sé að spila rétt úr stöðunni. Taktur og tónn minnihlutans virðist ekki ná hljómgrunni meðal borgarbúa. Kannski þarf að skipta um manninn í brúnni eða jafnvel áhöfnina alla. Eitthvað er að þegar jafn "hagstæð" skilyrði verða ekki til þess að flokkurinn nái að rétta úr kútnum. Átök meirihluta og minnihluta eru eðlilegur þáttur lýðræðislegra stjórnmála. En hin sífellda togstreita meðal meirihlutans er hins vegar óþægileg og raunar óviðunandi fyrir borgarbúa vegna þeirrar óvissu sem hún skapar um stjórn og stefnu höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Ekkert lát ætlar að verða á togstreitunni innan Reykjavíkurlistans og tekur hún á sig æ fjölbreyttari myndir eins og orðahnippingar meðal framsóknarmanna í höfuðborginni undanfarna daga bera vitni um. Flest bendir til þess að dagar R-listans séu taldir og hann muni ekki hafa afl til að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Ef innri og ytri aðstæður hefðu verið R-listanum hagfelldar væri ekki útilokað að hann gæti haldið völdum í Reykjavík í næstu kosningum án aðildar Framsóknarflokksins. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Framsókn, sem nú á tvo fulltrúa í borgarstjórn, fengi engan mann kjörinn ef flokkurinn byði einn fram til borgarstjórnar. R-listinn hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings óháð hefðbundnum flokksböndum. Aðild "óháðra" að framboðinu hefur styrkt það. Ef Frjálslyndir gengju til liðs við R-listann, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur stakk upp á í grein hér í blaðinu á mánudaginn, er nær öruggt að ekki væri lengur þörf á stuðningi framsóknarmanna. En sannleikurinn er sá að hvorug skilyrðin, hin innri eða ytri, eru fyrir hendi. Innan allra stjórnmálaflokkanna sem standa að R-listanum á sér stað barátta sem snýst um völd og áhrif í stjórn höfuðborgarinnar. Forystumenn flokkanna í borginni taka þátt í þessari baráttu leynt og ljóst. Innan Samfylkingarinnar er ekki eining um nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Það er opinbert leyndarmál að Stefán Jón Hafstein sætir færis að ná til sín foringjahlutverkinu og þar með borgarstjórastólnum. Innan flokks Vinstri grænna hefur lengi verið óánægja með málefnalega stefnu borgarstjórnarmeirihlutans. Grasrótin í flokknum er ósátt við framferði sumra forystumannanna. Framkoma Bjargar Vilhelmsdóttur gagnvart skjólstæðingum félagsmálakerfisins hefur nokkrum sinnum orðið tilefni ádeilu og hneykslunar úr röðum hennar eigin flokksfélaga. Ólíklegt er að svokölluð "kynnisferð" leiðtoga Vinstri grænna, Árna Þórs Sigurðssonar, til Brussel bæti ímynd borgarstjórnarhópsins. Ytri skilyrði eru R-listanum líka óhagstæð. Ljóminn sem lék um listann á upphafsárunum, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var foringi hans, er horfinn. Mestur tími forystumannanna fer í að svara fyrir óvinsæl mál eins og skuldasöfnun, aukna skattbyrði, skipulagsklúður og ábyrgðarlausa meðferð fjármuna þar sem Orkuveitan undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar er helst í sviðsljósinu. Þetta ástand ætti að gefa forystuflokki minnihlutans, Sjálfstæðisflokknum, sóknarfæri. En skoðanakannanir benda ekki til þess að hann sé að spila rétt úr stöðunni. Taktur og tónn minnihlutans virðist ekki ná hljómgrunni meðal borgarbúa. Kannski þarf að skipta um manninn í brúnni eða jafnvel áhöfnina alla. Eitthvað er að þegar jafn "hagstæð" skilyrði verða ekki til þess að flokkurinn nái að rétta úr kútnum. Átök meirihluta og minnihluta eru eðlilegur þáttur lýðræðislegra stjórnmála. En hin sífellda togstreita meðal meirihlutans er hins vegar óþægileg og raunar óviðunandi fyrir borgarbúa vegna þeirrar óvissu sem hún skapar um stjórn og stefnu höfuðborgarinnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun