Trúa börnunum en vantar sannanir 16. janúar 2005 00:01 Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira