Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum 20. janúar 2005 00:01 Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum. Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið ræddi einnig við mann sem nýlega fór út að skemmta sér og var heldur brugðið þegar hann fór inn á salerni ónefnds skemmtistaðar í miðborginni þar sem jakkafataklæddir menn sniffuðu kókaín af vaskborði fyrir allra augum. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunni og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. Einn veitingahúseigandinn sagði því miður greinilegt að neysla kókaíns væri nokkuð stórt vandamál sem virtist fara vaxandi. Ungu fólki sem rétt hefur aldur til að fara inn á skemmtistaðina fyndist sjálfsagt mál að kókaín væri hluti af skemmtanalífinu. Hann segist nokkuð oft heyra sögur af samkvæmum sem fólk hafi verið í áður en haldið var af stað í miðbæinn þar sem nóg hafi verið af kókaíni. Annar maður sem rekur skemmtistað segir kókaínneysluna virðast vera svo sjálfsagða í augum margra þeirra sem neyta kókaínsins að þeir fari ekki einu sinni leynt með neysluna. Á að minnsta kosti einum skemmtistaðanna hefur verið sett upp gæsla við salernin til að reyna að sporna við því að fíkniefnanna sé neytt inni á veitingastaðnum. Þeir sem blaðið ræddi við voru sammála um að margt hafi breyst með lengri opnunartíma skemmtistaðanna. Fáir geti haldið út að skemmta sér frá kvöldmat og fram á rauðan morgun, kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi, án hjálpar örvandi efna. Á nokkrum skemmtistöðum hefur verið tekið upp á því að selja vatnsglös þar sem sala áfengis hefur minnkað í kjölfar neyslu annarra vímuefna. Aðrir staðir selja ekki vatnsglösin og merkja ekki lakari sölu áfengis þrátt fyrir að vart hafi verið við neyslu kókaíns og annarra örvandi efna inni á stöðunum.
Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira