Lögreglumaður sóttur með valdi 20. janúar 2005 00:01 Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira