Karlar hópast í kynhormónameðferð 21. janúar 2005 00:01 Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira