Franskt snilldarverk Egill Helgason skrifar 25. janúar 2005 00:01 Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira