Máttum giftast en ekki búa saman 25. janúar 2005 00:01 Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira