Máttum giftast en ekki búa saman 25. janúar 2005 00:01 Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira