Íhuga dómsmál til leiðréttingar 28. janúar 2005 00:01 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira