Skeytti ekki um líf ungrar stúlku 28. janúar 2005 00:01 Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ríflega 32 ára Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlkan lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukkan fjögur síðdegis hefði hann farið í annað hús að sækja hass. Þegar hann hefði komið til baka fimmtán mínútum síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefnum. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar undir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hafi hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munnvikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjartahnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vettvang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lögreglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitrunina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið honum að öllu leyti háð um líf sitt. "Er hér um alvarlegt brot að ræða," segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maðurinn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkniefnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefnabrots í apríl árið 2003.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira