Þakplötur fuku og malbik fór af 30. janúar 2005 00:01 Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir