Liðið féll á varnarleiknum 30. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, handboltasérfræðingur Fréttablaðsins, fer yfir heimsmeistaramótið í handbolta í Túnis. Varnarleikurinn: "Það er alveg ljóst að liðið fellur á varnarleiknum á þessu móti. Hann var illa skipulagður og mér fannst liðið einfaldlega ekki klárt til að spila vörn. Það var hreinlega ekki lagt nógu mikið upp úr varnarleiknum sem kemur kannski ekki á óvart þegar Viggó á í hlut. Hans heimsspeki gengur frekar út á að skora einu marki meira en andstæðingurinn en það er mín skoðun að leikir vinnast ef lið fá á sig einu marki færra en andstæðingarnir. Ég held að markvarslan hafi verið þokkaleg, í það minnsta miðað við undanfarin stórmót en það sýnir sig að hún þarf að vera mun betri ef liðið ætlar að komast á meðal bestu liðanna. Markvörðunum var samt vorkunn því vörnin var afar slök. Þessi 3:3 vörn hans Viggó var dauðadæmd frá byrjun því það þarf gríðarlega öflugan mann í hjarta varnarinnar til að spila þessa vörn og þann mann eigum við ekki í dag." Sóknarleikurinn: "Styrkur Viggós liggur í sóknarleiknum og ég held að hann geti verið þokkalega sáttur við hann á mótinu. Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora um þrjátíu mörk að meðaltali í leik. Ég átti samt von á því að sjá meira skipulag í sóknarleiknum, skarpari línur. Það má líka skoða það að íslenska liðið fékk mjög margar sóknir á mótinu vegna þess hversu lélega vörn liðið spilaði. Það hjálpaði til þegar litið er á mörkin sem skoruð voru. Viggó treysti á Dag og ef hann er að fara fram á að hann stjórni leiknum en skori ekki eða ógni mikið þá var Dagur að standa fyrir sínu. Ég tel það hins vegar hafa verið mistök að taka ekki Snorra Stein með því hann er kominn með mikla reynslu." Þjálfarinn: "Viggó átti að gera sér betur grein fyrir veikleikum sínum sem þjálfari. Ég held að hann hafi gert mistök með því að ráða Bergsvein sem aðstoðarmann sinn. ég segi þetta með fullri virðingu fyrir Bergsveini en hann hefði nýst betur sem markvarðaþjálfari eingöngu. Viggó var með háleit markmið fyrir mótið, sýndi mikinn metnað og stefndi á eitt af sex efstu sætunum. Hann misreiknaði sig illilega og ég held að hann hafi færst full mikið í fang.Viggó þarf að svara þeirri spurningu hvort hann hafi verið að ná því besta út úr mannskapnum. Að mínu mati var hann ekki að gera það. Varnarleikurinn hefði getað verið betri og sú staðreynd að liðið var ekki á meðal tólf efstu segir okkur að honum tókst það ekki." Leikmenn: "Ungu strákarnir stóðu upp úr. Mér fannst tveir óreyndir leikmenn, Markús Máni Michaelsson og Alexander Petersson standa sig frábærlega vel. Arnór Atlason sýndi að hann á vel heima í þessum hópi og Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skiluðu sínu. Markverðirnir komust einnig ágætlega frá sínu. Einar Örn Jónsson fann sig ekki og Ólafur Stefánsson hefur oft verið betri. Ég held að það hafi ekki verið spurning um líkamlegt eða handboltalegt form hjá honum heldur að hann hafi ekki verið tilbúinn andlega. Það er eins og það hafi verið rétt sem hann sagði eftir Ólympíuleikana að hann væri orðinn leiður. Hann var ekki hungraður. Mér fannst hins vegar leikmenn leggja sig alla fram en samæfingin var ekki til staðar." Niðurstaða mótsins: "Það eru vonbrigði en ekki alls enginn heimsendir að komast ekki áfram í milliriðla. Það versta er að við getum hugsanlega endað sem B-þjóð en mér sýnist við sleppa fyrir horn í þetta skiptið. við megum hins vegar ekki við annarri slakri keppni. Þá getur farið fyrir okkur eins og Norðmönnum sem hafa verið með frábært landslið undanfarin ár án þess að komast á stórmót. Það tekur lið oft langan tíma að komast á meðal þeirra bestu eftir að hafa dottið út." Hvað tekur við? "Ég hef mikla trú á Viggó sem þjálfara og tel hann vera fullfæran um að koma Íslandi á meðal átta bestu landsliða heims eins og markmið HSÍ er. Það verða varla miklar breytingar á liðinu á næstunni. Dagur er reyndar að hugsa sín mál en Ólafur ætlar að halda áfram sem er auðvitað mjög gott. Viggó þarf að finna öfluga varnarmenn og reyna að sníða vörnina að þeim leikmönnum sem hann hefur. Það er fullt af ungum mönnum í liðinu sem geta náð mjög langt. Það býr fullt í þessu liði og nú er það Viggós að ná því besta út úr liðinu." Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Geir Sveinsson, handboltasérfræðingur Fréttablaðsins, fer yfir heimsmeistaramótið í handbolta í Túnis. Varnarleikurinn: "Það er alveg ljóst að liðið fellur á varnarleiknum á þessu móti. Hann var illa skipulagður og mér fannst liðið einfaldlega ekki klárt til að spila vörn. Það var hreinlega ekki lagt nógu mikið upp úr varnarleiknum sem kemur kannski ekki á óvart þegar Viggó á í hlut. Hans heimsspeki gengur frekar út á að skora einu marki meira en andstæðingurinn en það er mín skoðun að leikir vinnast ef lið fá á sig einu marki færra en andstæðingarnir. Ég held að markvarslan hafi verið þokkaleg, í það minnsta miðað við undanfarin stórmót en það sýnir sig að hún þarf að vera mun betri ef liðið ætlar að komast á meðal bestu liðanna. Markvörðunum var samt vorkunn því vörnin var afar slök. Þessi 3:3 vörn hans Viggó var dauðadæmd frá byrjun því það þarf gríðarlega öflugan mann í hjarta varnarinnar til að spila þessa vörn og þann mann eigum við ekki í dag." Sóknarleikurinn: "Styrkur Viggós liggur í sóknarleiknum og ég held að hann geti verið þokkalega sáttur við hann á mótinu. Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora um þrjátíu mörk að meðaltali í leik. Ég átti samt von á því að sjá meira skipulag í sóknarleiknum, skarpari línur. Það má líka skoða það að íslenska liðið fékk mjög margar sóknir á mótinu vegna þess hversu lélega vörn liðið spilaði. Það hjálpaði til þegar litið er á mörkin sem skoruð voru. Viggó treysti á Dag og ef hann er að fara fram á að hann stjórni leiknum en skori ekki eða ógni mikið þá var Dagur að standa fyrir sínu. Ég tel það hins vegar hafa verið mistök að taka ekki Snorra Stein með því hann er kominn með mikla reynslu." Þjálfarinn: "Viggó átti að gera sér betur grein fyrir veikleikum sínum sem þjálfari. Ég held að hann hafi gert mistök með því að ráða Bergsvein sem aðstoðarmann sinn. ég segi þetta með fullri virðingu fyrir Bergsveini en hann hefði nýst betur sem markvarðaþjálfari eingöngu. Viggó var með háleit markmið fyrir mótið, sýndi mikinn metnað og stefndi á eitt af sex efstu sætunum. Hann misreiknaði sig illilega og ég held að hann hafi færst full mikið í fang.Viggó þarf að svara þeirri spurningu hvort hann hafi verið að ná því besta út úr mannskapnum. Að mínu mati var hann ekki að gera það. Varnarleikurinn hefði getað verið betri og sú staðreynd að liðið var ekki á meðal tólf efstu segir okkur að honum tókst það ekki." Leikmenn: "Ungu strákarnir stóðu upp úr. Mér fannst tveir óreyndir leikmenn, Markús Máni Michaelsson og Alexander Petersson standa sig frábærlega vel. Arnór Atlason sýndi að hann á vel heima í þessum hópi og Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skiluðu sínu. Markverðirnir komust einnig ágætlega frá sínu. Einar Örn Jónsson fann sig ekki og Ólafur Stefánsson hefur oft verið betri. Ég held að það hafi ekki verið spurning um líkamlegt eða handboltalegt form hjá honum heldur að hann hafi ekki verið tilbúinn andlega. Það er eins og það hafi verið rétt sem hann sagði eftir Ólympíuleikana að hann væri orðinn leiður. Hann var ekki hungraður. Mér fannst hins vegar leikmenn leggja sig alla fram en samæfingin var ekki til staðar." Niðurstaða mótsins: "Það eru vonbrigði en ekki alls enginn heimsendir að komast ekki áfram í milliriðla. Það versta er að við getum hugsanlega endað sem B-þjóð en mér sýnist við sleppa fyrir horn í þetta skiptið. við megum hins vegar ekki við annarri slakri keppni. Þá getur farið fyrir okkur eins og Norðmönnum sem hafa verið með frábært landslið undanfarin ár án þess að komast á stórmót. Það tekur lið oft langan tíma að komast á meðal þeirra bestu eftir að hafa dottið út." Hvað tekur við? "Ég hef mikla trú á Viggó sem þjálfara og tel hann vera fullfæran um að koma Íslandi á meðal átta bestu landsliða heims eins og markmið HSÍ er. Það verða varla miklar breytingar á liðinu á næstunni. Dagur er reyndar að hugsa sín mál en Ólafur ætlar að halda áfram sem er auðvitað mjög gott. Viggó þarf að finna öfluga varnarmenn og reyna að sníða vörnina að þeim leikmönnum sem hann hefur. Það er fullt af ungum mönnum í liðinu sem geta náð mjög langt. Það býr fullt í þessu liði og nú er það Viggós að ná því besta út úr liðinu."
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira