Ísland í fyrsta styrkleikaflokki 31. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handbolta verður í fyrsta styrkleikaflokki ásamt Tékkum, Spánverjum, Frökkum, Grikkjum, Norðmönnum, Serbum og Svartfellingum og Svíum þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þar með ljóst að íslenska liðið sleppur við að spila gegn þessum sjö sterku þjóðum sem eru með íslenska liðinu í fyrsta styrkleikaflokki. Íslenska liðið gæti þó lent á móti hinu geysisterka liði Ungverja sem er í öðrum styrkleikaflokki eða Pólverjum sem eru í þriðja styrkleikaflokki. Dregið verður í umspilsleikina í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu í Vín í Austurríki 22. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða í leikjunum sem fara fram í júní. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að vissulega væri það gott að vera í fyrsta styrkleikaflokki. "Möguleikarnir að við lendum á móti mjög öflugum þjóðum eru hverfandi og það skiptir auðvitað gríðarlegu miklu máli fyrir íslenskan handbolta að komast á öll stórmót. Það er skýrt í afreksstefnu HSÍ varðandi karlalandsliðið að stefnan er að komast inn á öll stórmót. Við höfum fengið alvarlegar viðvaranir á undanförnum mótum og við verðum að bregðast við hratt og fljótt," sagði Einar. Hann sagði aðspurður að árangur íslenska liðsins í Túnis væri á einhvern hátt vonbrigði en vildi þó ekki meina að niðurstaðan væri stórslys. "Menn verða að skoða aðstæður eins og þær eru. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í liðinu og það var mjótt á mununum gegn liðunum sem fóru upp úr riðlinum. Hins vegar er ljóst að ég hefði viljað sjá íslenska liðið á meðal tólf efstu liðanna. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta verður í fyrsta styrkleikaflokki ásamt Tékkum, Spánverjum, Frökkum, Grikkjum, Norðmönnum, Serbum og Svartfellingum og Svíum þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þar með ljóst að íslenska liðið sleppur við að spila gegn þessum sjö sterku þjóðum sem eru með íslenska liðinu í fyrsta styrkleikaflokki. Íslenska liðið gæti þó lent á móti hinu geysisterka liði Ungverja sem er í öðrum styrkleikaflokki eða Pólverjum sem eru í þriðja styrkleikaflokki. Dregið verður í umspilsleikina í höfuðstöðvum handknattleikssambands Evrópu í Vín í Austurríki 22. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hverjir andstæðingar íslenska liðsins verða í leikjunum sem fara fram í júní. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að vissulega væri það gott að vera í fyrsta styrkleikaflokki. "Möguleikarnir að við lendum á móti mjög öflugum þjóðum eru hverfandi og það skiptir auðvitað gríðarlegu miklu máli fyrir íslenskan handbolta að komast á öll stórmót. Það er skýrt í afreksstefnu HSÍ varðandi karlalandsliðið að stefnan er að komast inn á öll stórmót. Við höfum fengið alvarlegar viðvaranir á undanförnum mótum og við verðum að bregðast við hratt og fljótt," sagði Einar. Hann sagði aðspurður að árangur íslenska liðsins í Túnis væri á einhvern hátt vonbrigði en vildi þó ekki meina að niðurstaðan væri stórslys. "Menn verða að skoða aðstæður eins og þær eru. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í liðinu og það var mjótt á mununum gegn liðunum sem fóru upp úr riðlinum. Hins vegar er ljóst að ég hefði viljað sjá íslenska liðið á meðal tólf efstu liðanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira