Breytinga er að vænta, segir Viggó 1. febrúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti." Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira