Aðferð veigameiri en verknaður 13. október 2005 15:31 Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira