Innlent

Vill kanna þunglyndi eldri borgara

Hann er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að skipa nefnd sem rannsaki þunglyndi meðal eldri borgara og meti umfang þess. Nefndin kanni sérstaklega tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum, svo og hvaða leiðir séu heppilegar til að koma í veg fyrir þunglyndi á meðal þess hóps í þjóðfélaginu. Ólafur Ágúst benti á að eldri borgarar gætu haft sérstöðu í þessum efnum þar sem missir maka eftir langt hjónaband, einmanaleiki og lífsleiði gætu verið veigameiri orsök heldur en hjá öðrum aldurshópum. Með greiningu á þunglyndi eldri borgara mætti auka þekkingu á þunglyndi meðal þeirra í þeirri von að draga megi úr tíðni þess, gera meðferð skilvirkari og fækka sjálfsvígum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×