Innlent

Ríflega 7.400 börn nota gleraugu

Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað þennan starfshóp sem á að meta kostnað og skila ráðherra tillögum til úrbóta eigi síðar en í maí á þessu ári. Í nýlegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns kom fram að reikna má með að um 7.400 börn hafi notað gleraugu árið 2003, eða 10 prósent af heildarfjöldanum sem var 74.044 einstaklingar yngri en 18 ára. Enn fremur, að 1823 einstakingum hafi verið greiddir styrkir vegna slíkra kaupa þá. Að auki fengu 126 börn sem skráð voru sjónskert hjá Sjónstöð Íslands gleraugu endurgjaldslaust. Jafnframt kom fram í svari ráðherra, að ætla mætti að fullbúin gleraugu úr gleraugnaverslun kostuðu á bilinu 25 - 30.000 krónur. Ef ríkissjóður greiddi 70 prósent af verði glerja fyrir öll börn yngri en 18 ára mætti ætla að viðbótarkostnaður af því yrði um 38 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×