Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður 11. febrúar 2005 00:01 Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira