Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur 11. febrúar 2005 00:01 Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent