Álag og forgangsröðun valda töfum 14. febrúar 2005 00:01 Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent