Hundruð flugfarþega biðu í vélunum 16. febrúar 2005 00:01 Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira