Hundruð flugfarþega biðu í vélunum 16. febrúar 2005 00:01 Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Flugmenn lögðu hreinlega ekki í hann vegna vinds og blindu á vellinum en sjálfar brautirnar voru hins vegar í góðu lagi. Fraktvél frá Flugleiðum komst í loftið snemma í morgun eftir að flugmennirnir höfðu beðið í nokkra stund á flugbrautinni og sættu lagi þegar veðrið dúraði aðeins. Um svipað leyti lenti líka vél að vestan og gat ekið að flugstöðinni, en skömmu síðar lenti önnur vél að vestan og þurftu farþegar að sitja í henni í tvær og hálfa klukkustund eftir lendingu þar sem ekki þótti hættandi á að aka henni upp að landganginum. Var loks brugðið á það ráð að skýla vélinni með stórum slökkvibílum og komst hún þá að landgangi. Flugleiðavél til London ók út á flugbraut fyrir stundu og bíða flugmenn lags við að komast á loft. Þrjár vélar Flugleiða bíða enn, þar af tvær við flugstöðina, en ein hefur ekki náðst út úr skýli fyrir hvassviðri. Fyrir stundu komst Kaupmannahafnarvélin í loftið eftir nokkra bið á flugbrautinni en vél Iceland Express, sem ekið var í flugtaksstöðu fyrir klukkustund, var snúið aftur þar sem hún þurfti afísingu á ný en síðan var brottför hennar seinkað til klukkan tvö. Spáð er illviðri fram yfir hádegi og óljóst hvenær vélarnar komast í loftið en ljóst er að millilandaflug er allt úr skorðum gengið og seinkanir verða á öllum vélum til baka. Þá hafa hvorki Landsflug né Flugfélag Íslands flogið innanlands í morgun og hefur öllu flugi verið frestað að minnsta kosti til klukkan tvö þegar skilyrði verða könnuð á ný. Mjög slæmt veður var á vestanverðu landinu í morgun og varð að loka Hellisheiði. Björgunarsveit úr Hveragerði var send á heiðina til að hjálpa fólki sem sat þar í bílum sínum og komst hvergi. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði svo það helsta sé nefnt, en ekki er vitað um alvarleg óhöpp eða slys á vegunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir