Ríkulega lagt á búsið 16. febrúar 2005 00:01 Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira