Vilja halda kverkataki á neytendum 16. febrúar 2005 00:01 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira