Kýótó bókunin orðin að lögum 16. febrúar 2005 00:01 Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni." Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni."
Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir