Innlent

Bakterían getur verið banvæn

 Erlendis eru til Mosa-bakteríur sem ekki er hægt að meðhöndla og þær geta leitt fólk til dauða, að sögn Ólafs Guðlaugssonar, sérfræðings í sýklavörnum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Ólafur sagði að þrisvar sinnum hefði orðið einhver dreifing á Mosa-sýkingarbakteríunni hér á landi, þar af tvisvar á LSH, árin 2001 og 2002. Hann sagði það lán í óláni að þessi baktería sem borist hefði hingað til lands hefði verið næm fyrir sýklalyfjum, þannig að fram til þessa hefðu verið fyrir hendi meðferðarúrræði með einangrun og lyfjum þegar við hefði átt. "Fólk er stöðugt að koma af sjúkrahúsum erlendis inn á LSH og það er alltaf sett í einangrun til að koma í veg fyrir að þessar pöddur dreifist ef þær eru til staðar," sagði Ólafur. Hann sagði að oftast væri einhver í einangrun á spítalanum, þar sem sjúklingar kæmu nánast í viku hverri af erlendum sjúkrahúsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×