Eldur í skipinu Valur
Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Reynir Sveinsson slökkviliðsstjóri segir allt slökkvilið Sandgerðis hafa verið kallað út og leitað hafi verið liðsauka frá slökkviliði Keflavíkur. Eldsupptök voru óljós í gærkvöld, en Reynir segir eldinn hafa verið heldur mikinn. Kvoða hafi verið notuð til slökkvistarfsins þar sem vatn hafi ekki nægt til slökkvistarfsins. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.