Óttast um líf sitt í kjölfar morða 22. febrúar 2005 00:01 Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira