Ákærður fyrir bílbrennur 23. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært 22 ára gamlan mann fyrir að kveikja í bílum og að hafa með því stofnað lífi níu manna í hættu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot og akstur undir áhrifum deyfandi lyfja. Maðurinn er sakaður um að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bíl sem stóð á bílaplani við fjölbýlishús í Lækjargötu í Hafnarfirði í byrjun september síðastliðinn. Eldurinn blossaði upp og breiddist yfir í bíla sem stóðu sitt hvoru megin við þann sem kveikt var í. Eldurinn barst í gluggakistu á jarðhæð fjölbýlishússins og brunnu og sprungu rúður bæði á jarðhæðinni og annari hæð hússins. Eldsupptök voru aðeins um einum og hálfum til tveimur metrum frá húsinu og þykir maðurinn hafa með verknaði sínum stofnað lífi níu sofandi íbúum hússins í hættu. Eldurinn var fljótlega uppgötvaður og var slökktur af slökkviliði og má þakka því að ekki fór verr. Maðurinn er líka sakaður um að hafa sömu nótt hellt bensíni yfir og kveikt í öðrum bíl skammt frá fyrri brunastaðnum. Bíllinn og grindverk sem hann stóð við skemmdust í eldinum. Lögregla stöðvaði akstur mannsins í Hafnarfirði í júní í fyrra og reyndist hann aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum deyfandi lyfja. Eins fannst hnífur með fimmtán sentímetra löngu blaði í bílnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær tók maðurinn sér frest til að tjá sig um efni ákærunnar sem hann var þá að sjá í fyrsta skipi. Krafist er að hann verði dæmdur til refsingar og sviptur ökuréttindum. Eigendur þriggja bíla sem urðu eldinum að bráð hafa lagt fram bótakröfu á hendur manninum samtals að upphæð rúmrar einnar milljónar króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira