Leikjavísir

Ólögmæt lénsskráning

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar. Það var Sony Computer Entertainment Europe Limited, einkarétthafi á Playstation-vörumerkinu í Evrópu, sem kvartaði til samkeppnisráðs. Fram kemur að Haukur hafi ekki notað lénið sjálfur, en hafi verið tilbúinn til að selja það til Sony. Ekki hafi verið leitt í ljós að Haukur hafi lögmæta hagsmuni af notkun lénsins. Í gær var að finna á síðunni tengingar við breska síðu sem selja efni tengt Playstation.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×