
Tækni

Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum
Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar
„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi
Halla Tómasdóttir forseti Íslands birtist í djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi sem Facebook-notendur geta nú séð sem auglýsingu á samfélagsmiðlinum. Þar heyrist Halla mæla með óljósum fjárfestingarkostum og segist ábyrgjast verðmæti fólks í þeim.

Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð
Mustafa Suleyman, sem fer fyrir þróun gervigreindar hjá Microsoft, hefur áhyggjur af auknum fjölda tilvika þar sem einstaklingar virðast hafa farið í geðrof eftir að hafa átt samskipti við gervigreind.

Kalt stríð sé í gangi á netinu
Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni.

Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“
Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis.

Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum
Sjónvarpsapp Sýnar er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt sjónvarpsefni Sýnar í sjónvarpinu án aukatækja.

Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana
Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða.

Tæknin á ekki að nota okkur
Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun.

Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð.

Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“
Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja.

Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum
Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi.

Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun
Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag.

Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins
„Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“

Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn
Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010.

Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann
Meintur veðurbreytir er sagður hafa verið fluttur frá Bretlandi norður í land í tilefni af tónleikum Kaleo í Vaglaskógi um síðustu helgi. Markmiðið hafi verið að komast hjá rigningarveðri.

Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú
Á ferðum sínum um landið þegar RAX vann fyrir Morgunblaðið, hittu hann og blaðamaðurinn Guðni Einarsson margar merkilegar og áhugaverðar týpur. Þeirra á meðal var hinn tækisinnaði Jóhann Þorsteinsson á Sandaseli. Hann hafði frá unga aldri sýnt mikinn áhuga á tækjum og tækni.

Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna
„Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“

Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku
Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti.

Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind
Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd.

Mannauðsstjórinn segir einnig upp
Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum.

Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið
Andy Byron, forstjóri bandaríska tæknifyrirtækisins Astronomer, hefur sagt af sér eftir að hann var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn
Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans
Svo virðist sem að framhjáhald forstjóra bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis hafi óvart afhjúpast á stóra skjánum á tónleikum Coldplay.

Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma
Átta börn hafa fæðst á Bretlandseyjum úr erfðaefni þriggja einstaklinga, til að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma vegna gallaðra hvatbera.

Netöryggi til framtíðar
Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins.

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Mannauðsstjóri hjá Advania segir vísbendingar um breytingar á starfsmannaveltu eftir að þau innleiddu aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Fyrirtækið hlaut í vikunni tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif [e. Social Impact] fyrir þennan aukna stuðning.

Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler
Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri.

„Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“
Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af.

Gervigreindin beisluð
Gervigreind (AI) er orðin snar þáttur í nútíma atvinnulífi og samfélagi og mun hafa enn meiri áhrif á fyrirtæki og atvinnulíf bæði hér heima og á heimsvísu. Í skýrslu World Economic Forum (WEF) er því spáð að um 170 milljónir nýrra starfa muni skapast á heimsvísu fram til 2030 en um 92 milljónir starfa muni hverfa á sama tíma.