Sport

Haukar náðu fyrsta sætinu

Haukar náðu í gærkvöldi fyrsta sætinu í úrvalsdeild karla í handbolta þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara ÍR með 31 marki gegn 24. Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 skot í marki Hauka en Andri Stefan skoraði 8 mörk og Vignir Svavarsson 7. Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þorbjörnsson voru markahæstir hjá ÍR með 6 mörk hvor. ÍBV vann HK með 31 marki gegn 26. Jóhann Ingi Guðmundsson varði 21 skot í marki ÍBV en Tite Kaladze var markahæstur með 10 mörk. Tomas Eitutis og Augustas Strazdas skoruðu fimm mörk hvor fyrir HK. Þegar tíu umferðir eru búnar hafa Haukar 13 stig, HK er með 12 og síðan koma Valur, KA og ÍR en öll liðin eru með 10 stig. Einn leikur verður í 1. deild karla í kvöld: Selfoss keppir við Gróttu/KR. Í 1. deild kvenna sigraði Stjarnan Fram með 32 mörkum gegn 22. Anna Blöndal, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, skoraði 8 mörk en markahæst í liði Fram var Sara Sigurðardóttir með 6 mörk. Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 21 stig en Fram er í neðsta sæti með 7 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×