Segir Sri hafa hótað sér 4. mars 2005 00:01 Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent