Bar fyrir sig stundarbrjálæði 4. mars 2005 00:01 "Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Saksóknari krafðist hámarksrefsingar eða 16 ára fangelsis yfir Hákoni en verjandi hans sagði það fráleitt þar sem engar forsendur væru fyrir svo ströngum dómi. Hákon Eydal bar fyrir dóminum að morðið á Sri Rahmawati, barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu, hefði verið framið í stundarbrjálæði og mikil hræðsla í kjölfarið hefði komið í veg fyrir að hann gæfi sig fram við lögreglu strax eftir verknaðinn. Sagði hann þau Sri hafa átt nótt saman en morguninn eftir hafi komið til harðra orðaskipta um þriggja ára stúlku sem þau eiga saman en Sri meinað honum að umgangast og hitta um hríð. Þegar hún tilkynnti honum fullum hálsi að stúlkuna fengi hann aldrei að sjá aftur greip hann þvílíkt heift að hann myrti hana. Dánarorsök Sri var kyrking en krufning á líki hennar leiddi í ljós að þau fjögur höfuðhögg sem Hákon veitti henni áður með kúbeini hefðu að líkindum dregið hana til dauða. Kom fram að taubelti var vafið fast um háls hennar þegar hún lá meðvitundarlaus eftir höggin á gólfi íbúðar Hákons þar sem brotið var framið. Bar Hákon því við að ástæða þess hefði verið sú að mikið blæddi úr höfði fórnarlambsins og hann hefði viljað stöðva blóðrásina með þeim hætti. Fannst saksóknara, Ragnheiði Harðardóttur, sú skýring fráleit en verjandi Hákons, Brynjar Níelsson, benti á að umbjóðandi sinn hefði verið í mikilli geðshræringu á þeirri stundu og mundi meðal annars ekki greinilega eftir hversu oft hann hefði barið Sri með kúbeininu. Kom fram fyrir dómnum að tæknideild lögreglu hafði fundið út með rannsóknum að höggin sem hann veitti Sri með kúbeininu voru þung og réttarmeinafræðingur staðfesti að ef kyrking hefði ekki átt sér stað mætti leiða að því líkum að höggin og blóðmissirinn hefðu dregið Sri til dauða. Aðspurður um af hverju hann geymdi kúbein í herbergi sínu sagði Hákon að það væri vegna hræðslu og sagðist hafa fengið hótanir um líkamsmeiðingar frá ættingjum Sri í talsverðan tíma. Hákon Eydal og Sri Rahmawati kynntust fyrst árið 2000 og hófu sambúð skömmu síðar. Ekki leið á löngu áður en Sri tilkynnti Hákoni að hún gengi með barni og kom fram í yfirlýsingu sameiginlegs vinar beggja að upp úr því hafi Sri farið að gera óraunhæfar kröfur á Hákon. Fór hún meðal annars fram á að Hákon keypti íbúð fyrir sig og léti sig reglulega hafa peninga en vildi þó ekki stofna til fjölskyldu með honum eins og vonir hans stóðu til. Lauk þannig sjö mánaða sambúð þeirra og upp frá fæðingu barnsins fór Sri fram á greiðslur ætlaði Hákon sér að sjá barn sitt. Gekk svo um hríð að sögn Hákons og reyndist sama hvert hann leitaði til fulltingis að hann kom að lokuðum dyrum. Sagðist Hákon fyrir réttinum enn vera afar reiður út í kerfið eins og hann kallaði það en hann leitaði á náðir fjölmargra stofnana sér til aðstoðar í forsjármálinu án árangurs. Voru þau Sri áfram í sambandi annars lagið og hafði lagast aðeins á milli þegar hún gisti hjá honum nóttina fyrir morðið. Hafði hún að hans sögn komið við kvöldið áður og fengið hjá honum pening og ætlað sér að koma aftur eftir miðnætti. Lét hún þó ekki sjá sig fyrr en um fimm leytið aðfararnótt 4. júlí og gengu þau bæði til svefns skömmu síðar. Um morguninn hafði hann aftur á orði að fá að sjá dóttur sína sem svo endaði með þessum hörmulega atburði. Saksóknari lagði áherslu á það í málflutningi sínum hversu litla iðrun Hákon hefði sýnt eftir atvikið og staðfesti sálfræðingur sem til var kallaður það mat. Sagði sá að Hákon bæri í sér vott af kvenhatri og þó að ljóst væri að hann hefði verið hrifinn af Sri voru orð hans og athafnir yfirleitt neikvæðar gangvart henni bæði fyrir og eftir morðið. Saksóknari sagði að með tilliti til hegðunar Hákons bæði fyrir og eftir verknaðinn, ásamt því mati sálfræðinga að hann væri sakhæfur réttlætti hámarksfangelsi sem í íslenskum lögum eru 16 ár og taldi hann engar málsbætur hafa þrátt fyrir baráttu sína um forræði barns síns. Um einbeittan ásetning og brotavilja hefði verið að ræða. Verjandi Hákons sagði hins vegar ljóst að andleg heilsa Hákons eftir þrotlausa baráttu fyrir að sjá og umgangast dóttur sína hefði hrakað mikið og Hákon hefði verið í miklu ójafnvægi og geðshræringu þegar morðið var framið. Taldi hann og upp nokkra dóma sem hann taldi fordæmisgefandi þar sem sakborningar voru dæmdir í fjögur til sjö ára fangelsi fyrir svipaðan glæp og Hákon framdi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
"Ég iðrast gerða minna og vildi að þetta hefði aldrei átt sér stað," sagði Hákon Eydal fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar fór fram í gær aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir morðið á Sri Rhamawati í júlí síðastliðnum. Saksóknari krafðist hámarksrefsingar eða 16 ára fangelsis yfir Hákoni en verjandi hans sagði það fráleitt þar sem engar forsendur væru fyrir svo ströngum dómi. Hákon Eydal bar fyrir dóminum að morðið á Sri Rahmawati, barnsmóður hans og fyrrum sambýliskonu, hefði verið framið í stundarbrjálæði og mikil hræðsla í kjölfarið hefði komið í veg fyrir að hann gæfi sig fram við lögreglu strax eftir verknaðinn. Sagði hann þau Sri hafa átt nótt saman en morguninn eftir hafi komið til harðra orðaskipta um þriggja ára stúlku sem þau eiga saman en Sri meinað honum að umgangast og hitta um hríð. Þegar hún tilkynnti honum fullum hálsi að stúlkuna fengi hann aldrei að sjá aftur greip hann þvílíkt heift að hann myrti hana. Dánarorsök Sri var kyrking en krufning á líki hennar leiddi í ljós að þau fjögur höfuðhögg sem Hákon veitti henni áður með kúbeini hefðu að líkindum dregið hana til dauða. Kom fram að taubelti var vafið fast um háls hennar þegar hún lá meðvitundarlaus eftir höggin á gólfi íbúðar Hákons þar sem brotið var framið. Bar Hákon því við að ástæða þess hefði verið sú að mikið blæddi úr höfði fórnarlambsins og hann hefði viljað stöðva blóðrásina með þeim hætti. Fannst saksóknara, Ragnheiði Harðardóttur, sú skýring fráleit en verjandi Hákons, Brynjar Níelsson, benti á að umbjóðandi sinn hefði verið í mikilli geðshræringu á þeirri stundu og mundi meðal annars ekki greinilega eftir hversu oft hann hefði barið Sri með kúbeininu. Kom fram fyrir dómnum að tæknideild lögreglu hafði fundið út með rannsóknum að höggin sem hann veitti Sri með kúbeininu voru þung og réttarmeinafræðingur staðfesti að ef kyrking hefði ekki átt sér stað mætti leiða að því líkum að höggin og blóðmissirinn hefðu dregið Sri til dauða. Aðspurður um af hverju hann geymdi kúbein í herbergi sínu sagði Hákon að það væri vegna hræðslu og sagðist hafa fengið hótanir um líkamsmeiðingar frá ættingjum Sri í talsverðan tíma. Hákon Eydal og Sri Rahmawati kynntust fyrst árið 2000 og hófu sambúð skömmu síðar. Ekki leið á löngu áður en Sri tilkynnti Hákoni að hún gengi með barni og kom fram í yfirlýsingu sameiginlegs vinar beggja að upp úr því hafi Sri farið að gera óraunhæfar kröfur á Hákon. Fór hún meðal annars fram á að Hákon keypti íbúð fyrir sig og léti sig reglulega hafa peninga en vildi þó ekki stofna til fjölskyldu með honum eins og vonir hans stóðu til. Lauk þannig sjö mánaða sambúð þeirra og upp frá fæðingu barnsins fór Sri fram á greiðslur ætlaði Hákon sér að sjá barn sitt. Gekk svo um hríð að sögn Hákons og reyndist sama hvert hann leitaði til fulltingis að hann kom að lokuðum dyrum. Sagðist Hákon fyrir réttinum enn vera afar reiður út í kerfið eins og hann kallaði það en hann leitaði á náðir fjölmargra stofnana sér til aðstoðar í forsjármálinu án árangurs. Voru þau Sri áfram í sambandi annars lagið og hafði lagast aðeins á milli þegar hún gisti hjá honum nóttina fyrir morðið. Hafði hún að hans sögn komið við kvöldið áður og fengið hjá honum pening og ætlað sér að koma aftur eftir miðnætti. Lét hún þó ekki sjá sig fyrr en um fimm leytið aðfararnótt 4. júlí og gengu þau bæði til svefns skömmu síðar. Um morguninn hafði hann aftur á orði að fá að sjá dóttur sína sem svo endaði með þessum hörmulega atburði. Saksóknari lagði áherslu á það í málflutningi sínum hversu litla iðrun Hákon hefði sýnt eftir atvikið og staðfesti sálfræðingur sem til var kallaður það mat. Sagði sá að Hákon bæri í sér vott af kvenhatri og þó að ljóst væri að hann hefði verið hrifinn af Sri voru orð hans og athafnir yfirleitt neikvæðar gangvart henni bæði fyrir og eftir morðið. Saksóknari sagði að með tilliti til hegðunar Hákons bæði fyrir og eftir verknaðinn, ásamt því mati sálfræðinga að hann væri sakhæfur réttlætti hámarksfangelsi sem í íslenskum lögum eru 16 ár og taldi hann engar málsbætur hafa þrátt fyrir baráttu sína um forræði barns síns. Um einbeittan ásetning og brotavilja hefði verið að ræða. Verjandi Hákons sagði hins vegar ljóst að andleg heilsa Hákons eftir þrotlausa baráttu fyrir að sjá og umgangast dóttur sína hefði hrakað mikið og Hákon hefði verið í miklu ójafnvægi og geðshræringu þegar morðið var framið. Taldi hann og upp nokkra dóma sem hann taldi fordæmisgefandi þar sem sakborningar voru dæmdir í fjögur til sjö ára fangelsi fyrir svipaðan glæp og Hákon framdi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira