Chelsea hefur harma að hefna 7. mars 2005 00:01 Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Sjá meira
Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Sjá meira