Fréttamenn RÚV gapandi hlessa 8. mars 2005 00:01 Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent