Flugeldasýning á Brúnni 8. mars 2005 00:01 Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira
Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira